Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 226
218
Ritfregnir
Skírnir
„skalle", á ísl. skalli, er mjög algengt í norskum miðanöfnum, eins og
Seiskallane, Kyrkjeskallen, Kjerringskallen, Taraskallane o. s. frv. Orðið
skalli þekki ég ekki í íslenzkum miðanöfnum, en ef nefna ætti samsvar-
andi orð að merkingu og tíðni, kemur orðið klakkur helzt til greina, en
það þekkist einnig í norskum miðanöfnum. f sambandi við orðin, sem höf.
greinir um dýpi, kemur mér dálítið á óvart, að ekki skuli þekkjast í norsk-
um miðanöfnum for eða forir. — Orðið grunrt er mjög algengt í norskum
og isl. miðanöfnum, en henda má á, að orðmyndin grunnur er einnig til
í isl. miðaheitum, t. d. Hafgrunruir, sem er eitt af Oddbjamarskersmiðum,
og þar er 6 faðma dýpi.
f þriðja þætti aðalkaflans er greint frá heitum, sem lýsa með einhverj-
um hætti fiskveiðunum, svo sem „lega“, „hald“, „seta“, „kast“, „varp“ o.
s. frv. Hvorki í Blöndalsorðabók né í Orðabók Háskólans eru dæmi um,
að lega þýði mið eða fiskislóð. 1 fiskimiðasafni minu eru miðaheiti, sem
mér virðast eindregið benda til þess, að þetta orð hafi verið notað hér í
sömu merkingu og í Noregi, eins og t. d. Dritvíkurmiðin: DýprileguslöS
og Grynnrilega.
Hovda skýrir í næsta kafla frá þeim aðferðum, sem sjómenn notuðu
til þess að finna mið og greinir þá jafnframt frá sérkennilegum örnefnum
á landi, einkum fjöllum, og telur, að mörg þeirra séu runnin frá sjómönn-
um og eingöngu notuð af þeim. Stafi þetta af því, að sjómenn þekki ekki
hin réttu nöfn fjallanna, sem oft séu langt inni í landi, og þeir vilji einn-
ig leyna miðum með því að gefa kennileitum ný heiti. Hér gætir einnig
vafalaust bannorðatrúar eins og á íslandi.
Sérstakur kafli er helgaður dýranöfnum í heitum fiskimiða, og kennir
þar hæði nafna landdýra og fiska. Virðist mér, fljótt á litið, að þess hafi
gætt meira í Noregi en hér á landi, að nota fiskanöfn í miðaheiti. En
þess má geta, að mörg orð í íslenzkum miðaheitum þekkjast ekki annars
staðar, og merking þeirra er ókunn. Sum þessara orða kynnu að hafa verið
fiskaheiti. Get ég ekki stillt mig um að nefna eitt dæmi í þessu sambandi.
Eitt af Oddbjarnarskersmiðum heitir Lúsáll, og annað með sama heiti er
á fiskislóðum Skagamanna syðra. En hvað merkir lús í þessu samsetta orði?
Fyrir tuttugu árum ræddi ég við gamlan sjómann vestur á Breiðafirði og
innti hann m. a. eftir nöfnum á flyðru. Hann kunni þau mörg, og eitt
var lús, en það var heiti á minnstu flyðrum. Kennir hér greiningarskyld-
leika við orðið kvörn, sem einnig var notað um minnstu flyðrur.
Hovda getur nokkurra orða í miðanöfnum, sem tákna mat, borð, búr,
fiskiskrínu. 1 islenzkum miðanöfmmi finnst t. d. orðið búr, sem er heiti á
einu af Vestmannaeyjamiðum, og orðið Matklettur er í gamalli miðavísu
frá Skaga norður. Eitt þessara norsku orða er temba, sem merkir m. a.
fiskiskrína. Þrjú norsk fiskimið hera þetta heiti. Höf. er með þrjár getgát-
ur um, hvað orð þetta merki í sambandi við fiskimið. Lokið á fiskiskrínunni
var kúpt. Botninn á miðinu Temba gæti verið eins. Þá megi geta sér til, að
mat- hafi verið fyrri liður, en fallið hurtu. Og nefnir hann í því sambandi