Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 39
Skírnir Rökræður Islendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
35
ar tóku að gera veður út af því sem fyrr. Prófasturinn í
Holti undir Eyjafjöllum, séra Páll Sigurðsson, spurði Finn
biskup ráða, og biskup svaraði honum svo þann 6. jan. 1780:
„Uppá það spursmál, hvað gjöra skuli við þá menn, sem
nú séu almennt teknir til að eta hrossakjöt, svarast: Þeir,
sem það gjöra af nauðsyn og ei geta öðruvísi bjargað lífi
sínu vegna annars bjargræðis brests, verður það að liðast,
þartil þeir fá ætileg matvæli, en þó so, að þeir gjöri sem
minnst hneyksli þarmeð og brúki ekkert óhóf þar í, sem mörg-
um af þeim, sem í það leggjast, er sagt, sé hætt við, heldur
alleinasta brúka það sér til lífs bjargar, hvarum bæði þeir í
einrúmi hljóta að áminnast sem og aðrir, að þeir ekki hneyksl-
ist á því, þó þeir viðhaldi lífi sínu á slíkri fæðu, þar ei hafa
annað til, því það sé þeim miklu betra en annaðhvört farast
í hungri eður og stela og grípa til óleyfilegra meðala. En
þeim, sem þetta gjöra nauðsynjalaust eður af kergju og tímu-
leysi, eiga þarum að áminnast ogso heimuglega, að þeir ekki
visvitandi og viljandi hneyksli sinn einfaldan og fáfróðan, en
þó samkristinn náunga. Annað sé eg ei, hvað prestarnir geta
hérvið gjört, utan að gefa það sýslumanni til vitundar og
láta hann síðan þarvið gjöra, hvað honum þókknast, því
það er hans, en ei prestanna að straffa þá hérfyrir, sem
straffs verðir sýnast eður þvílíkt gjöra nauðsynjalaust, með
gapastokk og þvílíku. Conf. synod. conclusum af 1760,
d. 12 Julii.“45)
Veturinn 1781 færðist hrossakjötsát svo mjög í aukana
vegna bjargræðisskorts, að talið var, að það hefði aldrei tíðkazt
í jafnrikum mæli, siðan kristni komst hér á.40) Og dagana
17. og 18. febrúar 1782 svara þeir feðgar, Finnur og Hannes
Skálholtsbiskupar, sínu bréfinu hvor um hrossakjötsát. Finnur
skrifar einhverjum séra Jóni Sigurðssyni, en þá voru einir
þrír prestar með því nafni í Skálholtsbiskupsdæmi. 1 bréf-
inu segir svo:
„Hvað sjálfu hrossakjötinu viðvíkur, þá hafa allar vel sið-
aðar þjóðir þess át og afneyzlu óleyfilegt haldið nema í dýr-
tíð, þá þær hafa ei annað til matar haft, og því var það einn-
inn i vorum gömlu kirkjulögum útþrykkilega fyrirboðið undir