Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 124
120
Stefán Einarsson
Skírnir
sem mætti skýra á svipaðan hátt. Hér eru myndir af tveim
goðaleiksdönsurum, stappandi eða hoppandi og haldandi ein-
hverju sem líkist birkilúðrum í höndunum (Lycke Tanum).
Á annarri ristu (Kallehy, Tanum socken, Bohuslan) eru fjór-
ir lúðurþeytarar, er virðast hafa hronslúðrana frægu i hönd-
um, er síðast fundust í dönsku mýrunum. Þessir dönsku lúðr-
ar eru eins og spegilmyndir, undnir til öfugrar handar, og
þó nákvæmlega eins stemmdir; sýnilega eru þeir gerðir fyrir
tvo hlásara, sem ætlað var að blása saman; þeir eru eigi að-
eins fyrstu hljóðfæri norrænna manna, heldur Germana yfir-
leitt. Enn eru myndir af þeim á Kivik-grafminnismerkinu,
líka frá bronsöld. Þeir eru ávallt tveir saman. Hvers vegna?
Um það segir Jan de Vries í trúarsögu sinni áðurnefndri (bls.
122) : „Eg er þeirrar skoðunar, að tvítalan sé ekki valin af
hendingu til þess að tákna fleirtölu, heldur hafi hún fylgt
helgisiðunum.“ Hann upplýsir líka í neðanmálsgrein (bls.
123) , að menn hafi getið þess til, að tveir lúðrar hafi verið
notaðir í dýrkun hins rómverska Janusar. Sé svo, gætu nor-
rænu hornin verið tengd Heimdalli og Gjallarhorni hans,
því að franski goðafræðingurinn Dumézil hefur borið Heim-
dall saman við Janus. 1 bók sinni, Die germanischen Runen-
namen (Meisenheim am Glan 1956, bls. 125), telur Karl
Schneider, að lúðrarnir sé það, sem kallað var á fornensku
sweglhorn og skýrir swegl sem „hljóðið (eða sönginn), sem
framleitt er af hjólum sólarvagnsins“. Hyggur hann, að form
og skreyting hornanna sýni, að þau voru ætluð til dýrkunar
sólarinnar. Má það vel vera. En sýnilega eru þetta allt til-
gátur, sem virðast ekki skipta neinu þá ómótmælanlegu stað-
reynd, að norrænir menn á bronsöld notuðu horn sín ein-
ungis tvö saman. Um notkun þeirra má því aðeins fullyrða
þetta: Þeyta mátti þau saman einni röddu, í tvírödduðum
samleik eða á víxl. Ef samleikurinn var í fimmundum, gat
það verið upphaf íslenzka tvísöngsins. Horn þeytt á víxl gátu
verið fyrirmynd norræn-finnsku víxlkveðandinnar eða and-
stefjusöngsins.
En hvaðan gátu Norðurlandabúar haft hugmyndir sínar
um hornin tvö, hvort sem þau voru þeytt einraddað í tví-