Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 174
166
Njörður P. Njarðvík
Skírnir
um svipað leyti, þótt ég geti ekki fullyrt um það með vissu
að öðru leyti en því, að þau hljóta að vera ort sama cárið.
Einkum er síðasta erindi þessa kvæðis mjög líkt lofsöngnum,
svo sem sjá má:
Ó, Drottinn, Drottinn, ár og öld,
sem ert vor Guð og herra,
ó, ljá oss enn þinn líknarskjöld
og lát ei blessan þverra;
ó, dvel hjá oss við daganna kvöld,
ó, Drottinn vor Guð og herra.
Er skáldið hefur lokið fjórum fyrstu erindunum, sem að
mestu eru hér birt vegna samanburðar við 90. sálm Davíðs,
fer það að tala um ástandið í heiminum. Segir Matthías þar,
að margt hafi verið gert til að bera í bætifláka fyrir líferni
manna, bæði í rituðu máli og töluðu og sömuleiðis hafi mörg-
um orðið tíðrætt um heimsins framför og frelsisbaráttu
manna, en hann telur þó, að þjóðin hafi ekki notið þessa í
veruleikanum, né heldur lifað betur af þeim sökum. Síðan
heldur hann áfram:
Mun ei sem fyrr, þá fátt var kennt,
oss fjötra synd og villa?
Fær hugvit manns þá hami brennt,
sem heilagri guðsmynd spilla?
Ó, veraldar konst með vit og mennt,
þú vinnur ei rót hins illa!
Við munum sem sé ekki ráða af dögum hið illa í heimi hér
með kunnáttu okkar og speki, heldur með því einu að leita
á náðir guðs og leitast við að lifa kenningu Krists í daglegu
lífi okkar. Dauðinn æðir um á meðal okkar, allt logar í styrj-
öldum og syndum og sárum, er við getum hvorki grætt né
bætt, hversu mjög sem við reynum það. Og því sér skáldið
ekki nema eina leið:
Ó, leitum enn á líknardyr
hjá lifandi Guði hæða!