Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 204
196
Stanislaw Helsztynski
Skimir
Laxness, Nóbelsverðlaunahafa frá 1955, til Póllands, en hann
kom til Varsjár árið 1958. Laxness og Gunnar Gunnarsson
eru þeir tveir íslenzkir skáldsagnahöfundar, sem Pólverjar
þekkja bezt. Pólskir lesendur þekkja vel skáldsögur Laxness
í þýðingum á pólsku, svo sem Islandsklukkuna, Sjálfstætt
fólk, Ljós heimsins og Atómstöðina.
tJr því að við höfum rifjað upp ýmsar umsagnir um Island
eftir pólska rithöfunda, er rétt að taka hér upp það, sem Lax-
ness skrifaði um Pólland og Pólverja í Nowa Kultura (1958,
nr. 40):
Ég dvaldist tíu daga í Póllandi, sagði hann, sem gestur
Rithöfundasambands Póllands, og voru mér hvarvetna
veittar hinar hjartanlegustu móttökur. Þegar ég lagði af
stað til Póllands, vissi ég lítið um landið, og ég verð að
játa, að ég veit enn lítið um það. En ég hafði mikla ánægju
af ferðum mínum um landið, sem getur stært sig af auð-
ugum skógum, ótakmörkuðum grænum ökrum og mikl-
um auðlindum.
Það vottaði fyrir öfund hjá mér á ferðalagi mínu um
Pólland, því að ættland mitt er nakin og grýtt eyja, þar
sem auganu mætir sjaldan neitt annað en klettar, sandar
og jöklar. Þegar ég hugsa til hins klettótta Islands, þar
sem jafnvel verður að flytja inn hluta af fóðri því, sem
notað er handa nautgripum okkar, þá virðist mér Pólland
vera land, þar sem hungur og eymd hljóti að vera óhugs-
andi, hvað svo sem gerist annars staðar í heiminum.
Ég hafði haldið, að Pólverjum hætti til þess að vera
daprir og þunglyndir, þar sem land þeirra telst, eins og
kunnugt er, til þeirra landa Evrópu, sem átt hafa hvað
erfiðasta sögu. En því er ekki þannig farið. Pólverjar eru
léttlynd þjóð, ég gæti jafnvel kallað þá gárunga, og hafa
þeir bros á vörum við hið minnsta tilefni. Þeir hafa til
að bera þann ánægjulega eiginleika, að í hvers konar
vandræðum, sem þeir kunna að lenda, geta þeir alltaf
komið auga á broslega hlið málsins. Á strætum stórborg-
anna, eins og Varsjár og Kraków, sést aldrei fólk þung-
búið á svip. Til allra hliða má heyra klið frá fjörugum