Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 64
60
Steingrímur Jónsson
Skímir
sem voru algengastir, eða hún var seld um aflmæla, sem
raunar mætti fremur kalla aflmarksmæla, svo sem þeir mæl-
ar voru kallaðir, er síðar komu og mældu grunnorku upp að
vissu aflmarki og umframorku ofan við markið. Þessir afl-
mælar voru mikið notaðir á þeim tima í Noregi og ýmist
kallaðir (ström-)begrenser eða vippe. Voru þeir stilltir á til-
tekið afl, eitt eða fleiri kw eða tiltekið brot úr kw. Ef not-
andi fór yfir markið, rauf mælitæki þetta strauminn, þannig
að notandi varð að halda sér sem næst undir marki í hæsta
lagi, ef ekki átti að koma til rofs. Hvað átti nú þetta tæki
að heita á íslenzku? Átti að kalla það vippu, eða hvað átti
begrenser að heita? Fyrir valinu hjá orðanefnd V.F.I. varð
orðið hemill. Festist það fljótt og vel við þessi tæki.
1 vélamálinu hafði komið fram orðið hamla um vélarhluta,
sem á dönsku er kallað bremse, e. brake. Raunar var orðið
bremsa algengt í talmáli, en hamla vandist vel og sögnin að
hamla, hvorttveggja tekið úr sjómannamáli eða útróðra.
Nokkrum árum síðar kom út Bílabókin eftir Ásgeir Þor-
steinsson verkfræðing. Mun hann ekki hafa haft neitt sam-
band við orðanefndina. Þar komst orðið hemill inn í bíla-
málið í merkingunni hamla og hefir festst þar síðan. Er þetta
að minni hyggju ekki vel heppnað, því að hafa hemil á bíl,
er ekki eins skýrt og að hafa hömlu á bíl. Hefði því hamla far-
ið betur og að hamla bíl. En nú er þetta komið inn, og svo
virðist sem menn noti hemil og hömlu jöfnum höndum sem
tvær myndir sömu merkingar, líkt og sagt er smjör og smjer,
kjöt og ket.
Verður þá óleyst, hvað orðið begrenser á að heita, e. limi-
ter, limiting device, sem notað er í ýmsum greinum tækn-
innar til að takmarka eða hafa hemil á hreyfingu í margs
konar tilgangi. Orðið takmarkari eða takmörkunartæki er
ekki þægilegt í samsetningum við önnur orð. Annað orðtak
svipaðrar merkingar er að halda í skefjum og fyrrum var til
orðið skefjumaSur. Verknaðurinn skefjun fellur vel að hug-
takinu begrensning, limiting. Mætti því ef til vill nota skefja
um hlut eða búnað til takmörkunar á hreyfingu, t. d. á slag-
lengd og til að halda slagstöðu í gangráð vélar o. fl. Þessu er