Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 65
Skímir
Um nýyrði í tækniméli
61
varpað hér fram, en án efa þarf orðið að venjast. Eg minn-
ist þess, að í orðanefnd Yerkfræðingafélagsins kom orðið
skefjur til umræðu, að tillögu Sigurðar Nordals prófessors,
á einhverjum fyrstu fundum okkar, en það var í öðru sam-
bandi og var ekki notað þá.
Þetta dæmi um hemill og hamla sýnir ljóslega, að rugl-
ingur getur auðveldlega komið fram, þegar ekki er höfð sam-
vinna manna milli um val nýrra orða. Islenzkan á úr svo
mörgu að velja, að samvinna verður nauðsynlegri þess vegna.
Af orðanefnd V.F.f. var lagt til, að í vélfræðinni yrði
tekið upp orðið gír fyrir enska orðið gear og notuð hvorug-
kynsmyndin, gírið. Nokkrum árum síðar komst þetta orð
inn í bílamálið, en var þá notað karlkyns, gírinn, og virðist
það hafa náð fótfestu á þessu sviði, enda þótt ætla mætti,
að hvorugkynsmyndin þætti viðfelldnari.
Orðið jón í efna- og eðlisfræði hefir stundum verið þýtt
fareind, sem er þýðing á ion úr grísku. Þetta orð er notað í
margvíslegum samböndum og samsetningum. Talað er um
ionisation, ionisera á erlendum málum, svo samsetta orðið
fareind varð erfitt í meðförum. Hefir því jón verið tekið upp
í íslenzku og talað um að jóna, jónun o. fl. Verður það þjált
í tali og riti. Trausti Ölafsson prófessor notaði þetta orð
snemma og hafði það karlkynsorð. Orðanefnd Rafmagnsverk-
fræðingafélagsins mælti með því, að það væri notað í kven-
kyni, jónir eins og fareindir. En orðið hefir einnig verið not-
að í hvorugkyni og mun nú ýmist notað i þessum tveim síð-
astnefndu kynjum, en karlkynsmyndin að hverfa. Það veldur
ef til vill ekki glundroða í þessu sambandi, þótt sama orðið
sé notað í ýmsum kynjum og þess munu ýms dæmi. Hér að
framan var þó getið orðsins virki, er hafði aðra merkingu í
karlkyni en hvorugkyni. Tel eg því hollara, að hægt væri
að hafa samvinnu manna um þessi málfræðiatriði, þegar ný
orð eru tekin upp.
Orðanefnd V.F.I. lagði snemma til, að tekin væri upp
myndin gúrn fyrir d. gummi, e. gum. Fellur gúm vel inn í
íslenzkt mál, enda festist það fljótt víða í ritmáli, en þó virð-
ist danska myndin gúmmí enn halda velli 40 árum síðar,