Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 85
Skímir
Tom Paine
81
maður var hann um hríð, en allt fór það í handaskolum.
Allt sitt líf var Paine einstakur klaufi í flestu því, er að fjár-
málum laut. Það var honum jafnvel um megn að reka litla
tóbaksbúð, svo vel færi — Paine varð gjaldþrota, og munaði
minnstu, að hann lyki ævinni í ensku skuldafangelsi. Paine
var tvígiftur — fyrri konuna missti hann unga, en skildi við
hina síðari.
Það starf, sem Paine stundaði lengst í Englandi, var staða
tollvarðar. Smygl var á þessum árum algengt og þótti sjálf-
sagt. Fræg eru ummæli sóknarprests nokkurs, sem í daghók
sinni talar um „Andrés smyglara" (Andrews the smuggler)
í jafneðlilegum tón og aðrir minnast á góða granna. Toll-
varðarstaðan gat á stundum orðið hættuleg, og launin voru
lág. En þau voru þó að minnsta kosti örugg, og það var fyrir
mestu. Paine gerðist tollvörður 1761, en var sagt upp starfi
1765. Ástæðan var sú, að hann hafði látið sér nægja að spyrja
kaupmann nokkurn, hvað hann hefði af tollskyldum vörum,
í stað þess að ganga úr skugga um það sjálfur. Paine afsak-
aði sig með því, að dagleg yfirferð væri meiri en svo, að hann
fengi annað. Þrem árum síðar var hann aftur tekinn í starf-
ið og hélt því í sex ár eða nánar tiltekið 1768—74. Þessi sex
ár hafði Paine fastan aðsetursstað í bænum Lewes, sem nú
er nefndur Brighton.
Paine virðist snemma hafa fyllzt óseðjandi fróðleiksfýsn.
Tómstundir hans flestar fóru í lestur, og þegar hér var kom-
ið sögu, hafði hann til að bera óvenjugóða almenna þekkingu.
Að sjálfsögðu voru gloppur í þessari menntun, enda verður
að hafa það í huga, hvem veg hún var fengin. Á fagur-
fræðilegum bókmenntum virðist Paine lítinn áhuga hafa haft.
Hins vegar var hann prýðisvel að sér í raunvísindum þeirra
tíma, svo og sögu og heimspeki. Þetta kemur heim við það,
sem við þekkjum til hans ella: Hann leitaði ætíð að kjama
hvers máls, og læsi hann bók, var það ekki til þess eins gert
að lesa, heldur ætlaði hann sér að komast að ákveðinni nið-
urstöðu eða heyja sér einhvem ákveðinn fróðleik.
Paine virðist snemma hafa komizt í mikið álit stéttarhræðra
sinna. Tollverðir höfðu lengi rætt um það að fá kjör sín bætt,
6