Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 243
Skírnir
Ritfregnir
235
óra og haldin þeirri kvenlegu efnishyggju, seni takmarkast við eigin
iieimili og nær þar skammt lit fyrir.
Ebbi, bróðir hennar og mágur Stefáns, er einhver skemmtilegasta per-
sóna leikritsins. Hann er smáborgari á uppleið, áhyggjulaus og hreykinn
braskari, gersneyddur hvers konar hugsjónum, klipptur út úr hinu dag-
lega lífi, en um leið eru drættirnir í mynd hans skýrðir með notalega
skoplegum útlínum. Framkoma hans á kaffistofunni bregður aumkunar-
lega kátlegum blæ yfir stað og stund. Ásta, kona hans, er dásamlegur
einfeldningur, skrautgjöm og hégómleg eins og hispursmeyja úr tízkuskóla.
Vernharður bankastjóri kemur aðeins fram í hinni misheppnuðu veizlu,
en verður engu síður eftirminnilegur. Hann er fulltrúi þess sérstæða hóps
hverfandi kynslóðar, sem mótast að öllu leyti í sveitinni og heldur það-
an fulltiða til ábyrgðarstarfa i þéttbýlinu. Sú manngerð fer nú senn að
teljast til liðinnar tíðar. Bankastjórinn ekur á nýjum Packard og sækir
ráðstefnur i öðrum löndum. Hins vegar étur hann hræring á kvöldin,
gengur á skinnskóm í bankanum, les ekki annað en Sturlungu og hugsar
eins og íhaldsbóndi frá landshöfðingjatimabili. Það mætti áreiðanlega
benda á margar hliðstæður Vernharðs í hinu daglega lífi frá síðustu ára-
tugum, en inn í bókmenntirnar hefur hann aldrei komizt fyrr en með
Gauksklukkunni. Kona hans festist ekki eins í minni.
Þá skal geta þeirra tveggja, sem Stefán ræðir við á kaffistofunni.
Myndir þeirra eru dregnar með fáum, en skörpum dráttum. Finna er
pislarvottur kvenleikans og þessa heims lystisemda, dregst í skarninu, en
horfir þó til hæða.
Natan er ristur rúnum svalls og nautna, forhertur fylliraftur, mjög
snilldarlega gerð pesróna. Sumar setningar, sem honum eru lagðar í
munn, eru með því bezta í verkinu. En hlutur hans er annar og meiri
en sá að kasta fram hótfyndnum hákyrðum. Hann er hinn litsterki bak-
grunnur Stefáns. Þeir eru ekki andstæður, heldur eins og svart og grátt.
Frammi fyrir honum koðnar Stefán niður, smám saman, augu hans opn-
ast fyrir smæð sinni —- hann er ekki einu sinni maður til að fara í hund-
ana. Liklega er Natan einhver sannasti róni íslenzkra bókmennta.
Sumir virðast álíta, að í harmleik dugi ekki minni átök en svo, að
obbinn af persónunum gangi af hverri annarri dauðri á sem stytztri
stundu, svo að aðeins fáeinar þeirra standi uppi í leikslok. Leiksviðið á
að vera einn allsherjar vigvöllur frá upphafi tii enda, þar sem bræður
berast á banaspjót. Mætti auðveldlega benda á nýleg verk þessu til sönn-
unar, verk, sem hlotið hafa lof gagnrýnenda.
Sá er gallinn, að slíkar fornaldarstælingar eru í litlu samræmi við líf
og hugsun nútíðarinnar. 1 lífinu gerast fæstar harmsögur á stuttri stundu.
Þær gerast yfirleitt á löngum tíma, hægt, hægt. 1 skáldverki er auðvelt
að fara svo með efni, að persónurnar lifi og leiki sér á nóni, en liggi svo
dauðar um náttmál, en það sýnir ekki breiða mynd af lífinu sjálfu.
Harmsaga smáborgarans -— hetju nútímans — er ekki fólgin í því, að