Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 215
Skírnir
Ritfregnir
207
]-ieim mállegu vandamálum, sem tæknileg, vísindaleg og félagsleg þróun
siðari tíma hefir haft í för með sér, þ. e. í báðum löndum hefir sú stefna
að taka upp orð af innlendum stofnum átt drjúg ítök, og hefir islenzkan
þar verið veitandi, eins og síðar verður nánara vikið að.
Ég er enginn fræðimaður um færeyskt mál og las þvi ekki orðabók
prófessors Matras sem slíkur. Ég las hana með hliðsjón af íslenzkum
vandamálum, sem ég hefi nokkuð glímt við, og varð margs vísari. Þessi
vandamál eru einkum tvö: orðtakaskýringar og nýyröamyndamr. Mun ég
því einkum fjalla inn þetta tvennt í þessari ritfregn.
Miðað við orðabókina er orðtaka- og málsháttaforði færeysku miklum
mun minni en íslenzku. 1 jafnstórri íslenzkri orðabók yrði ekki hjá því
komizt að geta miklu fleiri orðtaka og málshátta en hér er gert. Skiptir
þar ekki neinu höfuðmáli, að íslenzkan er þroskaðra bókmál en færeysk-
an, því að einmitt í alþýðumáli og bókmáli, sem því stendur næst, lifa
orðtök og málshættir frjóustu lífi. Allt um það, hygg ég, að vér getum
margt af færeysku lært. Sirni færeysk orðtök eiga sér íslenzka samsvörun,
önnur ekki, og ýmis þeirra eru þess eðlis, að vandalaust er að taka þau
upp í íslenzku og auðga þannig tungu vora.
Á dæmi þau, sem ég nefni hér á eftir, ber ekki að líta sem neina
heildarskýrslu, heldur aðeins sýni um þau fyrirbæri, sem um er rætt.
Ég mun fyrst taka nokkur dæmi um orðtök, málshætti og fleiri orða-
sambönd, sem eiga sér íslenzka samsvörun eða að minnsta kosti líkjast
islenzku. Skýringin er oft sú, að um gömul sambönd er að ræða, þ. e. hér
er á ferðinni sameiginlegur arfur. Stundum kann þó svipuð reynsla að
hafa valdið sams konar málsköpun, og einnig hafa áhrif frá sama máli
(dönsku) stuðlað að líkindunum í sumum tilvikum.
Leggja allar árar í sjógv „leggja sig allan fram“ svipar til tveggja ísl.
orðtaka: leggja allar árar út, sem kunnugt er frá 19. öld (Fjöln. V, 2, 17
(Ob.)), og hafa allar árar um borS [o: utan borðs], kunnugt frá 18. öld
(HFLbs. 99, fol., 98 (Ob.)). Fara av eða úr bakkastokki er notað í eigin-
legri merkingu um skip („hlaupa af stokkunum"). Ekki þekki ég ná-
kvæmlega sama orðasamband í ísl., en renrui af bakkastokkunum kemur
fyrir í sömu merkingu í ísl. á 19. öld (Skírn. 1875, 92 og 1877, 58 (Ob.)).
Sjáldan er ein báran stak er sameiginlegt báðum málum.
Hann er av tí berginum brotin samsvarar ísl. vera af því (göbu, illu)
bergi brotinn. Isl. orðtakið er kunnugt frá þvi um 1600 úr kristilegum
textum og á vafalitið rætur að rekja til biblíulegra hugmynda (sbr. t. d.
Jes. 51,1—2). Er hugsanlegt, að ísl. siðskiptarit hafi verið lesin í Fær-
eyjum og orðtakið þannig komizt þangað? Eða er skýringin önnur?
Fáa bilbugt (vilbugt) viS e-m minnir á ísl. orðtök, sem orðið bilbugur
kemur fyrir í, en bæði mynd orðsins (bilbugt) og foim orðtaksins virðist
hafa samið sig að dönsku (fa bugt med en).
Eg bjóSi (< bíSi) tess ikki bót er gamall arfur í báðum málum, sbr.
bíþca ec þess bót (Völundarkv. 19).