Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 248
240
Ritfregnir
Skírnir
nema eitt, sem hún eftirlætur honum. Hér skal hvorki dæmt um orsakir
samvistarslita Sigtryggs og Kristínar né heldur gert upp á milli persóna
bókarinnar eða manngildis þeirra. En þegar ég lagði hana frá mér að
loknum lestri, höfðu eigi aðrir dýpri samúð mína en þessi hugsjóna- og
listamannssál.
Aðalsöguhetjan er þó óneitanlega Kristín sjálf. Hún er undarlegt sam-
bland af dulrænu og raunsæi, heilsteypt og viljasterk, fórnfús og trygg-
lynd og gædd rikri ábyrgðarkennd. Skyldurækni hennar, eigi aðeins gagn-
vart sínum nánustu heldur og við alla, sem hún nær til, bæði á heim-
ilinu og utan þess, er frábær. Kjarkurinn virðist óbilandi, hjúkrunar-
höndin óvenju-mild, hjartað gott.
Með lifi sinu hefur því Kristin þarfan boðskap að flytja, sem á erindi
til allra. Lestur sögu hennar jók trú mina á íslenzkan kynstofn og sigur-
sæld hans í viðureigninni við óblíð ævikjör, aðeins ef hann fær að njóta
frelsis og viðleitni til vaxtar.
Þjóðfélaginu má líkja við tré. Rætur og blöð þess eru hinar vinnandi
stéttir, blómin skáldskapur og listir. Ástundun þjóðfræði og sagnaritun,
þar á meðal ævisagnagerð, vinnur allt samtímis: að plægja jarðveginn,
sem tréð vex úr, styrkja rót þess og lyfta blöðum og blómum móti ljósi
og yl. Hún er meðal til sjálfsþekkingar, eflir heilbrigðan metnað.
Stundum getur persónusagan orðið að list, þróazt í blómið sjálft, eins
og Snorri sýndi ljósast með ritun Heimskringlu (og Egils sögu, ef hann
er höfundur hennar).
Allt þetta sameinar Hagalín, þegar honum tekst bezt, eins og í sögu
Kristínar. Þess vegna er hún góð bók, sem á erindi, eigi aðeins við sam-
tíð vora, heldur og við óbornar kynslóðir.
Ævisögur Hagalíns má að sönnu nefna Islendingasögur hinar nýju.
Þóroddur GuSmundsson.
Jakob Thorarensen: Grýttar götur, smásögur. Helgafell. Reykjavík
1961.
Fá eru þau skáld, sem enzt hafa svo vel sem Jakob Thorarensen.
Hálfáttræður sendir hann frá sér 16. bók sína frumsamda, 10 sögur nýj-
ar af nálinni, og verður eigi á þeim nein afturför séð.
Sem vænta má, eru þær yfirleitt með sömu höfundareinkennum og
fyrri sögur Jakobs, án þess þó að hann skrifi sjálfan sig upp. Sumar þeirra,
eins og t. d. Stóra plágan og Bernskan grœn, eru þó dálítið nýstárlegar
að efni. Er sú fyrri frá 15. öld, en hin fjallar um börn og leiki þeirra,
eins og nafnið bendir til. Minnist ég ekki, að Jakob hafi áður tekið löngu
liðinn tíma né sálarlíf barna til meðferðar í sögum. Virðist mér einkum,
að bernskunni séu nærfærnisleg skil gerð.
Annars eru aðaleinkenni Jakobs eins og fyiT laundrjúg kímni, stund-
um eilítið meinleg, en oftar góðlátleg og glettin, að minnsta kosti á
yfirborðinu. Undir niðri leynist þó að jafnaði djúp alvara, gjarnan bland-