Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 209
Skirnir Merkingarbreytingar í þýðingum staðarheita 201
Það þarf ekki einu sinni málfræðing til að vita, að frumhug-
myndin verður oft fyrir breytingum og jafnvel tjóni, þegar hug-
myndarherinn — orð — er þýddur á erlent mál. Tilfinningar,
sem tengdar eru hugmyndinni, breytast í þýðingunni. Önnur
hugrenningatengsl og annar hugblær fylgja þýðingunni.
Hér skulu nú sett fram önnur tvö dæmi af staðarheitum,
sem þýdd hafa verið á erlend mál með þeim afleiðingum, að
merking nafna breytist algerlega hjá útlendingum, þó að þýð-
andanum sé ekkert um að kenna. „Erlend mál“ táknar hér
m. a. íslenzku. Það er þá Islendingurinn, sem í þessum til-
fellum misskilur nöfnin og breytir merkingu þeirra.
Dæmin eru Krasnaja plosjtsjad’ „Rauðatorgið“ og Bjelo-
rússíja (einnig Bjelaja Rús’) „Hvítarússland11 ásamt bjelo-
rúss „Hvítrússi“ og bjelorússki „hvítrússneskur".1)
Það sem hér er um að ræða, er í stuttu máli þetta: Lýsing-
arorðin krasny „rauður“ (kvk.: krasnaja) og bjely „hvítur“
(kvk.: bjelaja) hafa í vissum samböndum sérmerkingu. I
þeim staðarheitum, sem hér er rætt um, gildir sérmerkingin
ekki í rússneskunni. Hins vegar skilur Islendingurinn lýs-
ingarorðin einmitt í þeirri sérmerkingu, sem þau hafa í viss-
um öðrum samböndum.
En förum nú yfir dæmin sjálf.
Krasnaja plosjtsjad’ „Rauðatorgið“:
Um miðja 17. öld voru stórfengilegar og skrautlegar bygg-
ingar reistar á hinu mikla torgi, sem lá fyrir framan norð-
austurmúr Kremlar. Hlaut torgið því nafnið Krasnaja plosj-
tsjad’, sem á máli þess tíma merkti „Fagratorgið“. Þá hafði
hin upprunalega aðalmerking lýsingarorðsins krasny ekki
enn þá lotið í lægra haldi fyrir hjámerkingunni „rauður“.
Jafnvel einfaldasta orðabók gefur lesandanum ágæta hug-
mynd um það, hve nátengdar eru í orðakerfinu kras- hug-
myndirnar „fagur“ — „rauður“, „fegurð“ — „skraut“
— „litur“ — „rauða“, „að fegra“ — „að lita“ — „að
J) Það, sem hér segir um íslenzkuna, gildir einnig um mörg önnur
mál, einkum þýzku og ensku. Nöfnin eru þýdd á þýzku og ensku sem:
Der Rote Platz, The Red Square, Weissrussland, Weisrusse, weissrussisch,
White Russia, White Russian.