Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 30
26
Gunnar Sveinsson
Skírnir
hafa kunnað að fælast á hestakjöti framar en allra annarra
dýra, einkum þeirra, sem lítið eru þrælkaðir. Þeir éta gjarn-
an hið bezta gras, þegar hungur þrengir eigi að þeim, og
eru jafnvel hreinlátari en nautin vor, að ég eigi segi svínin,
sem éta öll saurindi, og er þó þeirra fleski haldin ágæt fæða
hjá flestum kristnum þjóðum langar stundir.“31)
Magnús Ketilsson skrifaði einnig séra Þorsteini 14. mai
1776 og sendi honum nýútkomna bæklinga. Séra Þorsteinn
svarar 2. ágúst s. á. og skrifar æðilangt mál um hrossakjöts-
át, en á þvi höfðu þeir Magnús svipaðar skoðanir. Hann fær-
ir ýmislegt fram því til stuðnings, að hrossakjötsát sé leyfi-
legt og vitnar m. a. til þess, er skaparinn sagði við Nóa eftir
flóðið: „Allt það, sem hrærist og lifir, skal vera yður til
fæðslu, líka sem grænar jurtir hef ég gefið yður þetta allt.
Sjá, þetta er talað fortakslaust um allar lifandi skepnur (heyr-
ist mér), og þarf hér eigi fleiri bevísingar til leiða. Drottinn
sjálfur hefur sagt það. Hver vill þá tilbakabera?"32) En séra
Þorsteinn er vondaufur um, að tillaga Magnúsar um notkun
hrossaflots til ljósmetis komist í framkvæmd, og bætir síðan
við: „Menn eru hér fúsir að taka upp allan nýjan móð, nema
þann, sem þeim kann vera til gagns og hagnaðar." S3)
Engin von var til þess, að Magnús sýslumaður tæki um-
burðarbréfi séra Gunnars með þögninni. Aðeins fáum mán-
uðum eftir, að bæklingurinn um hrossaslátrið kom út, gaf
hann út annað smárit, sem nefnist HeiSnir eta hrossakjöt.
Hvenær á aS fara aS slá? Þarna gerir Magnús prófasti þann
óleik að prenta umburðarbréf hans „öllum til viðvörunar“
og lætur fylgja athugasemdir frá eigin hrjósti neðanmáls.
En bréfið hljóðar svo — ásamt athugasemdum sýslumanns:
Æruverðugir og vellærðir domini pastores!
Scientia inflat, charitas ædificat.
Það hefði eg mikið ógjarnan viljað, að það meðal vor eður
hjá góðum grönnum vorum uppkomið hefði, sem nú sést ný-
lega á prent útgengið í Hrappsey um hrossakjöt, einkanlegast
bess át; því í sannleika hagar því efni eins nú og hér hjá
oss sem í öllum löndum og á öllum tímum kristindómsins