Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 227
Skírnir
Ritfregnir
219
orðin Mcttbua, Matskallen o. fl. öll miðin, sem heita Temba, eru langt
undan landi, og þess yegna ályktar Hovda, að fiskimennimir kunni að
hafa verið á þembingi við að komast á mið og aftur heim af ótta við, að
veður breyttist til hins verra. Ég hef verið svo fjölorður um þetta miða-
nafn sökum þess, að skammt undan landi í Stykkishólmi heitir Þemba.
Ég vil ekki fortaka, að það kunni að vera heiti á fiskimiði frá Grunna-
sundsnesi, en ekki þykir mér það líklegt, og enga skýringu kann ég á,
hvemig orð þetta er til komið.
Einn kaflinn í bók Hovda heitir: Loyndeméd, „huldreméd". Alkunna
er, að á Islandi var mikil leynd yfir mörgum fiskimiðum, ekki síður en
i Noregi, og vitneskjan um þessi mið gekk i erfðir frá föður til sonar.
Hér á landi mun þessa mest hafa gætt í sambandi við flyðrumið. Mér er
hins vegar ekki kunnugt um, að þetta komi fram i ísl. miðaheitum eins
og raun er á í Noregi, sbr. Layndagrunnen, Loyndefallet, Layrtdklakkegga
o. s. frv. Ekki þekki ég heldur hér á landi fiskimið kennd við huldufólk,
svo sem tíðkazt hefur í Noregi, sbr. Huldafallet, Huldertaren, Huldernéd.
Miðavisur hafa tíðkazt í Noregi eins og ó Islandi, en einn kaflinn í bók
Hovda fjallar um þennan skáldskap og miðin, sem vísurnar varðveita
vitneskju um. Vafalaust er miðavísnagerðin mjög gamall siður í Noregi,
og benda má á, að ein vísan, sem Hovda tilfærir, er með fornyrðislagi.
Hann birtir þrjár ísl. miðavisur alkunnar, er margsinnis hafa verið prent-
aðar, en virðist annars ókunnugur þessari vísnagerð fslendinga. Miðavís-
una í Bárðar sögu þekkir hann t. d. ekki, en hún er ef til vill elzt þess
konar vísna, sem varðveitzt hefur, og líklega frá heiðni. Sá siður, að binda
fiskimið í vísum, hefur sennilega haldizt miklu lengur hér á landi en í
Noregi, því að til eru ísl. vísur um síldarmið og mið togara. — Miða-
vísan af Snæfellsnesi, sem Hovda birtir, er allmjög úr lagi færð, t. d.
stendur þar Lúðuklettur fyrir Lv&nblettur, og þar af leiðandi er sú álykt-
un röng, sem hann dregur af henni á bls. 83.
f Noregi hefur tíðkazt, að menn rituðu fiskimið sér til minnis, og hafa
varðveitzt nokkrar miðabækur. Síðasti kaflinn i bók Hovda fjallar um þær,
jafnframt því sem hann birtir Médbökerne frá Skudeneshavet, en þær eru
tvær, og sú eldri frá því um 1800.
Að siðustu birtist í bókinni efnisúrdráttur á ensku, nákvæm nafna- og
atriðaskrá og listi yfir heimildarrit. Þótt bók þessi sé 380 bls., mun hún
þó aðeins vera upphaf að miklu stærra riti um norsk fiskimið.
Framlag Per Hovda til rannsóknar á norskum fiskimiðum er mjög at-
hyglisvert, því að hér er um algert brautryðjandastarf að ræða. Tilvitn-
anirnar í bók hans sýna ekki einungis, hversu hann hefur borið ákaflega
víða niður í efnisleit sinni, heldur jafnframt, hversu honum er annt um,
að til skila komi, hvaðan hann hefur heimildir sinar. Ég átti þess kost að
vera við doktorsvöm Per Hovda og duldist ekki, að andmælendum þótti
mikill fengur að verki hans fyrir norska málsögu og norska fiskveiðasögu.
LúSvik Kristjánsson.