Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 66
62
Steingrímur Jónsson
Skírnir
ef dæma má eftir verzlunarauglýsingum. Gúmmíið ætti að
særa íslenzkt eyra samanborið við gúmið.
Svipað má segja um orðið aluminíum. Guðmundur Finn-
bogason lagði til, að sem heiti á þessari málmtegund væri
notað álm. Gullið, silfrið, járnið, álmið. Síðasta orðið sómir
sér vel með hinum gömlu málmaheitum. En svo virðist sem
menn kinoki sér við að taka stökkið alveg, en nota þess í
stað styttingar, svo sem alúmín, sem að vísu er skárra en
latneska nafnið, en galli á þessu orði er, að það getur mis-
skilizt fyrir enska orðið alumina, sem er hráefnið til bræðsl-
unnar við vinnslu málmsins. Á því álmið fullan rétt á sér
fyrir alúminíummið. Raforkumálastjóri Jakob Gíslason hefir
stungið upp á myndinni almið í stað álmið.
Orðið modúl eða modúlus er notað bæði í stærðfræði og
tækni, sem grundvallarmál í tilteknu kerfi. Þannig er nú
orðið mikil viðleitni í húsagerð að staðla eða mátsetja öll
mál á gluggum, dyrum eða reitum í loftum, veggjum og gólf-
um. Er þá tiltekin lengd, notuð sem eining eða grunnmál,
kölluð modul. Eru öll mál í hússmíðinni einföld margfeldi
eða hluti þess módúls. Hvað á nú þetta að heita í íslenzku?
Módúlus eða módúll eru ekki íslenzkuleg. Það liggur mjög
nærri að kalla það mjöt eða mjötuÖ, sem eru gömul ísl. orð
svipaðrar merkingar. Orðið met hefir verið tekið upp í íþrótta-
málið og mikið notað. Er hægt að gera greinarmun á met
og mjöt, fremur en ket og kjöt, sem eru tvær myndir orðs
sömu merkingar? Það vill svo vel til, að met hefir verið tekið
upp sem hvorugkynsorð, mjöt var sennilega kvenkynsorð, og
ætti þessi munur að duga til að greina á milli merkinganna.
Ef þetta tækist, er gamalt orð tekið upp í mikilsverðri merk-
ingu í nútíðartæknimáli.
Það yrði of langt mál að telja upp fleiri orð, sem fram
komu í nefndarstarfinu hjá orðanefnd Yerkfræðingafélags-
ins, enda gerist þess ekki þörf, því orðanefndin birti i tíma-
riti V.F.Í. helztu orðalistana í raffræði og vélfræði og sjó-
mannamáli. Fyrsti listinn birtist síðla í árgangi tímaritsins
1920: Nokkur heiti úr raffræði frá orðanefndinni með aðstoð