Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 234
226
Ritfregnir
Skímir
Jakob Benediktsson), Codex Scardensis (útg. D. Slay), The Sagas of King
Sverrir and King Hakon the Old (AM 81 a fol., útg. L. Holm-Olsen) og
loks sú bók, sem hér um ræðir: Lives of Saints.
Skinnbókin Perg. fol. nr. 2 á rætur að rekja til vestfirzkra stórhöfð-
ingja á 1S. öld, og mun Ormur Loftsson, sonur Lofts rika Guttormssonar,
sjálfur hafa skráð mikinn hluta bókarinnar; hún er stærsta safnrit heil-
agra manna sagna, sem til er meðal íslenzkra heimilda, og hefur að geyma
hvorki meira né minna en 26 sögur, söguþætti eða sögubrot, sem ástæðu-
laust er að rekja. Ljósprentunin ein er 184 bls., en handritið er þrátt
fyrir það fyrirferðarminnst þeirra skinnbóka, sem þegar hafa verið ljós-
prentaðar hjá Rosenkilde og Bagger.
Eins og kunnugt er, gaf R. C. Unger út Heilagra manna sögur í tveim
stóreflis bindum og studdist m. a. við textann í Perg.fol. nr. 2. Útgáfa hans
er eftir atvikum ágæt; sjálfur megintextinn er býsna góður, en orða-
munur er af skomum skammti neðanmáls og valinn nokkuð af handa-
hófi. Auk þess hafa komið á daginn ýmsir sögutextar, sem Unger af eðli-
legum ástæðum þekkti ekki til. Ný útgáfa af Heilagra manna sögum er
því aðkallandi, en líða mun ár og dagur, áður en af verður. Það er þvi
ekki ónýtt að hafa ljósprentaða útgáfu af sliku öndvegishandriti heilagra
manna sagna sem þessari Stokkhólmsbók.
P. Foote hefur annazt útgáfuna og ritað formála af þeirri alúð og vand-
virkni, sem honum er lagin. Hann fræðir okkur, eftir því sem kostur er,
um feril skinnbókarinnar, aldur og sögu, ástand, rithendur, stafsetningu
og stafagerð, pár á spássiu, heimildir og sitthvað fleira. Virðist allur frá-
gangur með ágætum og ljósprentun hafa tekizt prýðilega, eftir því sem
ég fæ séð.
Heilagra manna sögur mega heita óplægður akur í íslenzkri bókmennta-
sögu, enda hafa þær fyrir margra hluta sakir verið ærið óaðgengilegt
rannsóknarefni. Þess vegna þykir mér eintaklega kærkomið, hve gagn-
merkar og örvandi athuganir P. Foote gerir um textana og heimildir
þeirra. Það skortir sannarlega ekki viðfangsefnin.
Bjarni GuSnason.
Ujörn Th. Björnsson: Á íslendingaslóðum í Kaupmannaliöfn.
Heimskringla. Reykjavik MCMLXI.
Bók sú, er hér um ræðir, er rúmlega 230 bls. í allstóru broti. Hún er
skreytt allmörgum myndum, sem Birgitte Jordahn hefir tekið, og innan
á spjöldum eru kort af þeim hlutum Kaupmannahafnar, sem hér koma við
sögu. Bókin skiptist í allmarga þætti, og með því að fyrirsagnir þeirra
gefa góða hugmynd um, hvaða hluta borgarinnar við Sundið um er rætt,
skulu þær upp taldar: Á Gamlatorgi, ViS Frúartorg, 1 Kanúkastrœti, Kjöt-
mangarinn og StrikiS, Á Slotshólmanum, Brimarhólmur og Kóngsins Nýja-
torg, Ofan á TollbúS, Vestur meS bœjarvegg, NorSur Strönd, Út Kristjáns-
höfn og Amákur.