Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 67
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
63
Steingr. Jónssonar og Guðm. Hlíðdals. Yar þeim lista skipt
niður í 4 kafla, raflagnir, rafbúnaður, rafvélar og eðlisfræði.
Eigi varð áframhald á þessu þá þegar, en árið 1923 kom í
tímaritinu, bls. 24, næsti hluti frá orðanefndinni. Var honum
skipt í 5 kafla: raffræði, segulfræði, vélaheiti, vélahlutar og
búnaður. Þessir listar höfðu þann ágalla, að prófarkalestri
var mjög áfátt og úði því af prentvillum. Hefði þurft að gefa
listana út sérprentaða og leiðrétta, en af því varð eigi. En
síðar safnaði eg saman orðum úr vélfræði og sjómannamáli
og byggði á reglugerðinni um öryggi skipa, sem orðanefndin
hafði fjallað um. Komu þessir orðalistar út í tímaritinu á ár-
inu 1925, bls. 12, 18 og 28 úr vélfræðinni, en bls. 33, 46 og
55 úr sjómannamáli. Þessir listar voru síðar gefnir út af tíma-
ritinu í sérstöku hefti, kallað Iðorðasafn I. Réð Guðmundur
Finnbogason nafninu ÍSor'S um hin tæknilegu heiti.
Meðan á birtingu þessara orðalista stóð, starfaði orða-
nefndin að verzlunarmálinu og gaf út lítið kver um það starf,
er Morgunblaðið prentaði fyrir nefndina. Mörg þeirra orða,
er þar komu fram, eru orðin algeng í notkun, en eigi hefi
eg tölu á því, hversu mikill hluti það er.
Eftir þetta dofnaði yfir þessu nefndarstarfi, er eins og for-
göngu hafi vantað til framhaldsins og styrkimir vom ekki
innheimtir.
Þegar Rafmagnsverkfræðingafélag Islands var stofnað 1941
sem deild innan V.F.I., var snemma skipuð orðanefnd innan
félagsins. Starfaði hún nokkur ár og gaf að lokum út orða-
safn II, prentað sem handrit, 1952, og sendi ýmsum áhuga-
mönnum til yfirlestrar og aðfinnslu. Vom í þessu safni öll
fyrri orð og mörg ný til viðbótar. Var það kallað danskt—ís-
lenzkt bráðabirgða orðasafn. Eru þar rúmlega 1000 orð eða
um það bil fjórum sinnum meira en orðalistarnir, sem prent-
aðir voru í tímariti V.F.l. úr rafmagnsfræði.
Þetta orðasafn hefir síðan verið aukið vemlega, en við-
aukinn hefir ekki verið gefinn út prentaður. Hins vegar hefir
orðanefndin snúið sér að þýðingu á alþjóðlegu raftækni-
orðasafni, sem alþjóðlega raftækninefndin í Sviss (Interna-
tional Electrotechnical Commission, I.E.C.) hefir verið að gefa