Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 45
Skirnir Rökræður íslendinga fyrr á öldum um hrossakjötsát
41
leysi, meðan náttúran frambýður hér svo mörg og mikil-
væg bjargarmeðöl, þá hefir konúnglegri hátign sjálfri allra-
náðugast þóknazt, í allrahæstnefndri ályktun, þann 21. Julii
1808, ennþá að benda til eins, sem hér er að nokkru leyti í
harðindum þekkt og tíðkað, en annars, síðan misskilinn krist-
indómur aflagði þess almennu brúkun, þó sjaldnar hagnýtt,
og þessvegna boðið: ,Sömuleiðis mega viðkomandi háyfirvöld
bæði almennt áfýsa almúga til hrossakjöts notkunar í núver-
andi kríngumstæðum, og þarhjá fyrirskipa, að þess brúkun
sé innleidd til ómaga framfæris, bæði í hreppum og við tukt-
húsið, til viðurværis þeim sakamönnum, sem þarí eru, og,
með tímanlegu innkaupi, ala önn fyrir útvegum þessa bjarg-
ræðis; einnig umsjá, að það, ásamt nauta og sauða kjöti, verði
vindþurkað, uppá Færeyínga móð, og að hreinleg og hagn-
aðarsöm meðferð þess sé í frammi höfð! Hvert konúnglegt
boðorð einn og sérhver í landinu er skuldbundinn, með allra-
undirgefnustu hlýðni og virðíngu, að láta sér hugfast til eptir-
breytni, þá nokkur neyð aðrekur, og sérílagi tilskyldast emb-
ættismenn og hreppstjórar, sem ómaga framfæri eiga að um-
annast, að halda sér það fyrir óbreytanlegu reglu, að því leyti
nauðsyn eða ástand býður og leyfir, ekki sízt hvað iðuglega
umsjón og áminníngar snertir, um hrossakjöts þrifa- og spar-
samlegu meðferð og brúkun í sveitunum, því framar nú,
þegar hún með konúnglegu lögmáli er hér fyriskipuð, sem
híngað til einúngis óhófleg nautn og sóðaleg meðferð þess-
arar annars, á fyrri og seinni öldum, allvíða um heiminn og
í voru landi algengu og hentugu fæðu, hefir vakið misþokka
fólks til hennar óþrifnu átvagla, en enganveginn til þessa
bjargræðismeðals sjálfs, hvert réttskilinn kristindómur ekki
leyfir að fyrirlíta.“59)
Hér er það eftirtektarvert, að Magnús skýtur sér á bak við
konung og virðist eigna honum frumkvæðið að tilllögu sinni
um að koma á hrossakjötsáti.
Magnús Stephensen lét ekki sitja við orðin tóm, heldur
kvað hann hafa gengið á undan öðrum með því að hafa
hrossakjöt til matar á heimili sínu á Innra-Hólmi. Eins og
nærri má geta, mæltist það illa fyrir og varð tilefni kerskni-