Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 175
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
167
Þessir tveir sálmar eru því ekki hliSstæður að öllu leyti.
Hinn fyrri er einkum hvatning til þjóðarinnar um að skilja
að baki lesti sína og sækja fram til nýrra dáða, og má skilja,
að hér sé meðal annars átt við sjálfstæðisbaráttuna, þótt guðs-
trúin skipi að sjálfsögðu mikinn og verðugan sess. Síðari sálm-
urinn er aftur á móti áminning til þjóðarinnar. Áminning
um hverfulleik tímans og mannanna sjálfra og þó einkum
um það, að heimurinn sé svo sem ekki miklu betri en hann
var fyrir þúsund árum. Áminning um það, að mannsins
vizka sé langt frá því að vera alls megnug, það sé aðeins eitt,
sem heri að sækjast eftir og leita til: vizka guðs. Á hinn hóg-
inn má segja, að saman myndi sálmarnir tveir máttuga
heild, þar sem tekin eru fyrir þau tvö efni, sem að áliti
skáldsins eru hin þýðingarmestu fyrir þjóðina. Svo sem kunn-
ugt er, þá nota menn ýmsa merka áfanga í lífi sínu sér til
hvatningar og sóknar til meiri þroska, um leið og þeir vilja
leitast við að skilja galla sína eftir á þeim tímamótum. Séra
Matthíasi hefur því fundizt viðeigandi að nota þessi merku
tímamót til að hvetja þjóð sína til dáða og sóknar til and-
legs þroska.
Þá er komið að því kvæði, sem nefnist Timamót 1873, og
er það í fjórum köflum. Hvert erindi er sex línur, og stuðla-
setning er söm og í ljóðahætti. 1 fyrsta kaflanum er rætt um
hin miklu tímamót. Skáldið vill, að þjóð hans rísi nú af
svefni, hlusti á mál aldanna og ráði með sér, hvaða stefnu
skuli taka. Enn fremur ímyndar skáldið sér, að nú hafi sögu-
gyðjan skrifað bók sína til enda. Nú sé því tækifærið fyrir
þjóðina að vakna af dvala sínum, því Saga hafi tekið sér
nýja bók í hönd og bíði tíðinda, því sé þess kostur að gera
þáttaskil í sögu þjóðarinnar. I öðrum kaflanum er fyrst rætt
um liðinn tíma. Þjóðin hafi fram að þessu búið við kröpp
kjör og lítil, en skáldið segir, að þetta stafi hvorki af örlög-
um né álögum, heldur hinu, að
Sagan er sjálfskapadómur.
Þannig sé lífið eitt allsherjarlögmál, og „þegar í syndum
er sofið“, þá séu launin slys og raunir. Menn mega ekki