Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 150
142
Halldór Halldórsson
Skimir
citio. Fyrir svoddan dispútatíu á defendens að vera re-
spondable, en magister Nordgren hefir upp yfir aðskilj-
anlega lærða Svenska sagt mér, að ekki einn skrifaði hana
sjálfur, hverju þeir mótsögðu, en svo lyktaði, að það kynni
að vera 1 eða 2 af hundraði. I examine rigoroso eru oft-
ast 12 saman examinandi, og er svo spurt út í hópinn;
svarar svo hver, sem fyrst verður til, vill og kann. Stechau
varð 17 vetra gamall magister. Hér í Svíaríki reiknast
lærdómsárin í skólunum, áður en komið er til academiet,
10 ár; þar fyrir eru skólamir ein eyðimörk. f sjálfmn
Lunds trivialskóla [þ. e. menntaskóla] em ekki til kennslu
utan rector og conrector, hvar af rector hefir 5 eða 6 til
að kenna. Andv. LIX, 40—41.
Ekki efa ég, að Lundarháskóli hafi verið mjög merk mennta-
stofnun á þessum tíma, þótt okkur komi lýsingar Hannesar
undarlega fyrir sjónir. En svipað hefir fyrirkomulag áreiðan-
lega verið viða annars staðar. En Háskólinn í Lundi hefir
fylgzt vel með timanum. Hann er nú á tímum virtur og
viðurkenndur hvarvetna um hinn menntaða heim, og til hans
leita ekki aðeins sænskir stúdentar og aðrir menntamenn,
heldur einnig mjög margir menn af fjörrum þjóðum, enda
lætur skólinn sér annt um þá og býr vel að þeim, hefir t. d.
komið upp tveimur stofnunum í því skyni, Gestaheimili há-
skólans (Lunds Universitets gásthem) og Alþjóðahúsinu
(Internationella huset). Stúdentatalan í Lundi mun nú vera
rúmlega 6000.
III
Ibúatalan í Lundi mun nú vera tæplega 40 þús., en þar
við bætist svo tala þeirra stúdenta, sem ekki eru heimilisfastir
í Lundi, en þeir eru vart færri en 5500. Vitanlega setur há-
skólinn og stofnanir hans aðallega svip á bæinn og bæjar-
lífið. Hér er skiljanlega þess enginn kostur að lýsa þessum
stofnunum. Það eru til götur í Lundi, þar sem annað hvert
hús eða meira er stofnun, sem er í einhverjum tengslum við
háskólann. Þetta eru vinnustofur prófessora, annarra háskóla-
kennara, kandídata og stúdenta. Að þessum mönnum er vel