Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 108
104
Jón Thór Haraldsson
Skírnir
ekki í flýtinum, að hurðin opnaðist út og lá að veggnum,
þannig að merkið lenti innan á hurðinni. 168 manns voru
teknir úr Luxembourgarfangelsi þessa nótt og 160 þeirra
hálshöggnir daginn eftir. En Paine var ekki með í hópnum.
Þótt Paine hefði sloppið í þetta sinn, gat hann að sjálf-
sögðu ekki búizt við slíku kraftaverki aftur. En hjálpin var
nú á næstu grösum. Morris var kallaður heim, og James
Monroe kom í hans stað í ágúst 1794. Monroe var furðu lost-
inn, er hann frétti það, að Paine sæti í fangelsi. Hann fór
þess þegar á leit við frönsk stjórnarvöld, að Paine væri lát-
inn laus, og 4. nóv. öðlaðist hann frelsi sitt á ný.
Monroe reyndist Paine hinn bezti drengur. Þegar hann
kom úr fangelsinu, var hann svo farinn að heilsu, að tvísýnt
þótti um líf hans. Næstu átján mánuði dvaldist hann á heim-
ili Monroe’s, og fyrir ágæta hjúkrun þeirra hjóna tók hann
smám saman að rétta við. En samur maður varð hann aldrei
eftir fangavistina. Þess er skylt að geta, að Frakkar gerðu,
hvað þeir gátu, til að bæta Paine óréttinn. Sæti sitt hlaut
hann aftur á þingi, en mætti þar aðeins einu sinni, enda voru
nú dagar konventunnar senn taldir. Einnig buðust honum
eftirlaun, sem hann þó hafnaði.
Paine virðist aldrei hafa gert sér ljósan þann þátt, er Gou-
verneur Morris átti í því að halda honum í fangelsi. Allt
hans hatur beindist að George Washington — þeim manni,
er hann hafði dýrkað hvað mest áður. Á afmælisdag forset-
ans 22. febrúar 1795 skrifaði Paine honum biturt bréf, en
sendi það ekki fyrir tilmæli Monroe’s. Sjö mánuðum síðar
var Paine svo veikur, að honum var ekki hugað líf. Hann
skrifaði þá Washington og sendi bréfið með Franklin Bache,
sem var dóttursonur Benjamins Franklins. Paine kvaðst ekki
geta skilið afskiptaleysi Washington’s öðruvísi en sem svik
við sig, en bað hann að senda sér afrit af bréfum eða skrif-
legum fyrirmælum, ef til væru, sér viðkomandi. Ýmislegt
bendir til þess, að Washington hafi aldrei fengið þetta bréf
í hendur — að minnsta kosti getur hann þess hvergi, og
Paine fékk aldrei svar. Eftir að hafa beðið í hálft ár ákvað
hann að birta bæði bréfin. 1 bæklingnum Bréf til George’s