Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 155
Skírnir Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar 147
Drottinn, þú varst vort athvarf frá kyni til kyns. Áður
en fjöllin fæddust og þú tilbjóst jörðina og heiminn, já,
frá eilífð til eilífðar ertu guð. Þú gjörir manninn að
dufti og segir: Komið aftur, þér mannanna börn! því
þúsund ár eru fyrir þínum augum sem dagurinn í gær,
þá hann er liðinn, og eins og næturvaka. Kenn oss svo
að telja vora daga, að vér verðum forsjálir. Snú þér til
vor, drottinn! hversu lengi aumkastu yfir þína þjóna.
Mettu oss skjótt með þinni miskunn, þá munum vér
fagna og gleðja oss alla daga vors lífs. Gleð oss nú eins
marga daga og þú hefur oss beygt, eins mörg ár og vér
höfum séð ógæfuna. Lát þína þjóna sjá þitt verk, og
þeirra börn þína dýrð. Drottins vors guðs góðgimi veri
yfir oss og staðfesti verk vorra handa; já, lát þér þókn-
ast að staðfesta verkin vorra handa.1)
Einnig mun séra Matthías hafa stuðzt við fimmta vers
sálmsins, þótt það tilheyri ekki ræðutextanum, sem nota
skyldi við þjóðhátíðarmessuna. Fimmta versið hljóðar svo:
Þú burt skolar þeim (þ. e. dögunum); þeir eru sem
draumur; á morgnana sem gras, er skjótt hverfur.1)
Kunnugt er, að séra Matthias hefur hugsað mikið um hin
merku tímamót í sögu þjóðarinnar þennan tíma, er hann
dvaldist i Bretlandi. Það sést bezt á því, að hann orti þar
fleiri kvæði en lofsönginn, eins og síðar verður vikið að. Sömu-
leiðis vitum við, að hann hefur hugsað mikið um ræðutext-
ann, enda þótt hann hefði skömmu áður sagt af sér prestskap.
Þessi ræðutexti varð honum nefnilega tilefni í tvö kvæði. Það
má því segja, að ákvörðunin um hátíðarmessuna og textaval-
ið hafi valdið því, að þjóðsöngur okkar varð til.
Fyrsta erindi lofsöngsins fjallar um tímann nema tvær
fyrstu línurnar, sem eru lofgjörð til drottins. Þarna má rekja
hverja einustu línu til ræðutextans, þótt hugsunin sé færð í
nýjan og skáldlegan búning. f ræðutextanum er sagt, að guð
sé hið eina, sem vari að eilifu, hann hafi verið til, áður en
jörðin og heimurinn urðu til. f kvæðinu er hins vegar sagt,
J) Biblían, Lundúnum 1866.