Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 185
SMrnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
177
þar beindi Lelewel athyglinni að Sæmundar-Eddu, sem væri
eldri, og birti ýmsa útdrætti úr henni, en vanrækti þó ekki
jafnframt Snorra-Eddu.
Ritgerðin aftast í bindi þessu heitir Uppruni, þróun og
endalok fjöIgySistrúar fornnorrœnna manna. Er hún reist á
ritgerð eftir danska fræðimanninn R. Nyerup.
Þetta fræ áhuga á íslenzkum efnum, er sáð hafði verið á
þennan hátt af Lelewel í Vilna, bar einkar rýran ávöxt
næstu árin. Það var ekki Mickiewicz, sem varð fyrstur til að
sýna áhrif frá þessum áhuga á skapandi hátt, heldur annað
skáld — og stúdent við háskólann: Julius Slowacki, annar
skáldjöfur pólskrar rómantíkur. Slowacki lauk námi árið 1828,
einmitt árið, sem önnur útgáfa Lelewels á Eddu kom út auk-
in og endurbætt. Leitaði unga skáldið til Eddu um drög að
efniviði, er bar keim af norrænni goðafræði. Er hann að
finna í ljóðleik hans Lilla Weneda (1840). Að vísu er þetta
leikrit hans ekki eitt af hans beztu verkum. Nýtur það sín
ekki vegna misskilnings, sem fyrir löngu hefur verið útrýmt,
að uppruna pólska rikisins beri að rekja til innrásar erlends
þjóðflokks, Lechita, og sigurs þeirra og undirokun á hinum
innfæddu Vindum. Samt er Lilla Weneda mikilvægt fyrir
skilning okkar á menningartengslum Póllands og Islands, úr
því að verk þetta styðst við fornnorræn efni: t. d. snjall hörpu-
leikari heillar eiturslöngur, hraust hetjan lætur engin svip-
brigði á sér sjá, er hjartað er rifið úr honum lifandi, vín er
drukkið úr bikurum gerðum úr hauskúpum óvinanna, o. s.
frv. Svipuð áhrif frá Eddu má finna i kvæði Slowackis um
Piast Dantyzek (1839) og í leikritinu Beniowski, sem hann
lauk aldrei við.
Einstök einkenni áhrifa Slowackis frá íslenzkum heim-
ildum voru fyrst dregin fram i dagsljósið af Julius Kleiner
í ritlingi hans um verk skáldsins (1920) og síðar af Mar-
garet Schlauch í tveim greinum. Rirtist önnur í Skírni 1959
og hin í pólska mánaðarritinu Przeglqd. Humanistyczny
(nr. 1, 1960).
12