Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 127
Skírnir
Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng
123
Nú sem 1951 get eg ekki vel hugsað mér neitt ókristilegra
í anda en seiðlæti Óðins eða galdra og það einkum vegna
þess, að þessari íþrótt fylgdi svo mikil ergi, að karlmönnum
þótti eigi skammlaust með að fara, og var gyðjunum því kennd
sú íþrótt. Nú var þessi ergi ekki óvenjulegri með finnsk-
úgriskum galdramönnum en norrænum, en hvergi hygg eg,
að kirkjunnar mönnum hafi verið auðvelt að þola hana, svo
sem ráða má af ummælum Adams af Brimum um frjósemi-
söngvana í Uppsölum. Þó er sýnilegur mismunur á viðhorfi
elztu kaþólsku klerkanna til seiðs og seiðmanna og sænsk-
lúterskra presta á 17.—18. öld til lappnesku galdramannanna
og seiðs þeirra og dáleiðslu. Margir elztu biskupar á Islandi
röktu ættir sínar til Guðríðar konu Karlsefnis, sem í Eiríks
sögu rau<5a var sú eina, er kunni kvæðið VarÖlokkur, en án
þess hefði Þorbjörg lítilvölva átt erfitt með að fremja seið
sinn, og með hjálp þess sóttu til hennar margar náttúrur, er
áður vildu við hana skiljast. Og Guðmundur biskup góði, sem
komst næst því allra íslenzkra manna að lifa sem heilagur
maður, fell óviljandi í dáleiðslu, rétt eins og Óðinn, og fór
ferða sinna að koma óvætti fyrir kattamef, meðan brikurinn
lá sofinn og dauður. Og satt að segja gætu þeir „tveir menn
svartklæddir með gráar kollhettur á höfði“, sem lýst er í
fyrsta dæmi vom úr Sturlungu, alveg eins verið (12. aldar?)
munkar eins og galdramenn, enda er gert ráð fyrir því í
vísunni, að góðum kristnum sið, að þeir finnist allir „á efsta
dómi“. Þó vitum við, að Þorbjörg lítilvölva var með lamb-
skinnshettu á höfði og galdramenn í Síberíu voru stundum
vel búnir til höfuðsins (M. Eliade).
Annað dæmið, þar sem rignir blóði, en valkyrjur róa sér
blóðugar, er miklu líkara því að vera heiðið, sömuleiðis hrafn-
arnir í þriðja dæminu, sem gætu verið fuglar Óðins; en fugl-
ar eru í Síberíu óaðskiljanlegir vinir seiðmanna. En ef það
em i raun og vem kristin áhrif, sem haft hafa með sér and-
stefju-sönglistina (antífónusönginn) í þessum dæmum, þá
hlýtur þetta að vera eitthvað í sambandi við [dájleiðslubók-
menntir kirkjunnar, en menjar þeirra í íslenzkum bókmennt-