Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 202
194
Stanislaw Helsztynski
Skimir
gefa bækurnar iit í fjórða sinn, í 30.000 eintökum, og eru
það metvinsældir fyrir þess konar bókmenntir.
Á vorum tímum beinist ímyndunarafl Pólverja af greini-
legri þrá til þess tímabils, er ríki þeirra og þjóð myndaðist
fyrst, þegar þjóðhöfðingjar fyrstu konungsættarinnar sýndu
ósjálfráða viðleitni til þess að ráða yfir eins miklu af strand-
lengju Eystrasaltsins og hægt var og leyfðu sér því að eiga
merkan þátt í stjórnmálum Norðurlanda um árið 1000 e. Kr.
Og sagnaritarar þeirra tíma létu ekki hjá líða að skrá dáðir
þeirra í hetjusögur sínar.
Með sagnaflokki sínum tókst Grabski að rista djúpt í aldar-
far þeirra tíma, sem hann lýsti.
Annar rithöfundur, sem ef til vill öfundaði Grabski af,
hve vel honum hafði tekizt, notaði einnig efni úr Jómsvik-
inga sögu skömmu síðar í skáldsögu. Var það Jerzy Bohdan
Rychlinski, þekktur höfundur sjóferðasagna, en hann birti
nú nýlega skáldsögu, er hann nefndi: Dísin meS grœnu augim
(Szczfácie z morskimi oczami, Varsjá, 1962). Stíll Rych-
linskis er nokkuð háfleygur, en hann skapar í bók sinni fram-
vitran mann, hirðmann Mieszkos I, sem einnig er skáld og
kunnugur leyndarmálum konungsættarinnar. I heild bregða
skáldlegar áminningar hans, hálfkveðin vísuorð og sundur-
laus brot hinnar upprunalegu sögu upp heildarmynd af at-
burðum þeim, sem tengdir eru herför Sigvalda jarls af Jóms-
borg á hendur Hákoni konungi og orrustunni í Hjörundar-
firði. Tvær óvenjulegar ungar konur koma fram sem keppi-
nautar um hylli og ástir Vagns, aðalhetju herfarar þessarar.
Það eru Ástriður af Piast-konungsfjölskyldunni, kona Sig-
valda, og hin græneyga Ingibjörg, dóttir jarlsins af Gotlandi.
Atburðarásin endar með sigri Ingibjargar, nokkrum árum
fyrir Svoldarorrustu árið 1000.
Hin skáldlega meðferð Rychlinskis á atburðum þessum er
að efni til nær sögunni en epískur sagnaflokkur Grabskis.
Verkið er mikið afrek, og er það sérstætt bæði vegna skáld-
legs orðfæris og eftirminnilegra lýsinga á hafinu í ýmiss kon-
ar ham. Vel má búast við því, að viðleitni Rychlinskis til þess
að endurskapa löngu liðna tíma frá Póllandi 10. aldarinnar