Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 75
Skírair
Ljóðin og tungan
71
merkir það spor, far eftir stein eða far eftir fót í snjó eða
gljúpum jarðvegi. Að því lýtur orðtakið, að allt hjakkar í
sama farinu. 1 fimmta lagi merkir far skaphöfn og framkomu.
Sá var ljóður á fari hans, sbr. og lundarfar, dagfar. Enn get-
ur það merkt venju eða þess háttar, eins og kemur fram í
orðunum aldarfar, stjórnarfar, og í talshættinum: frá fomu
fari. Loks getur far merkt viðleitni, að gera sér far um eitt-
hvað. Af orðinu far em leiddar sagnimar að fara og fam-
ast. Með afleiðsluendingum er fjöldi nafnorða af þess-
ari rót: faraldur, farnaður, farangur, farmur, svo fáein séu
nefnd. Þá koma hin samsettu orðin, en þeirra tala er legió:
fardagar, fargjald, farkostur, farkennari, farsæld, farvegur,
farsótt, og mörg með lausri samsetningu: fararheill, farartæki.
Enn eru lýsingarorð eins og farsæll og farlama. Með u-hljóð-
varpi kemur fram orðið för, lýsingarorðið fömll og sögnin
að förlast. En með tengistaf orðin fömkarl og förunautur.
Með i-hljóðvarpi verða til orðin ferð og sögnin að ferðast og
aragrúi samsettra orða: ferðamaður, ferðalok, ferðaveður, ferð-
búinn. Hér er engan veginn um neina tæmandi upptalningu
þeirra orða að ræða, sem rót rekja til orðsins far, síður en svo.
En þessi dæmi ættu að nægja til þess að sýna fram á hið
undursamlega frjómagn íslenzkrar tungu, sem ég efast um,
að eigi sér nokkurn líka í öðmm þjóðtungum. — Svona mál
hlaut að verða skáldatunga. Hjá því gat ekki farið.
Ekki dreg ég í efa, að tungan hafi átt þetta frjómagn og
þessa mýkt löngu áður en Island byggðist og að á henni hafi
ort verið í grárri fomeskju. En á íslandi varð ljóðagerðin
beinlínis að þjóðaríþrótt, sem haldizt hefur fram á þennan
dag. Þetta varð okkur mikil gæfa. Málið sjálft hvatti annars
vegar til ríms og stuðla, og ljóðagerðin auðgaði tunguna nýj-
um orðum og orðmyndum. Ljóðin lifðu á vömm fólksins og
gengu í arf frá kyni til kyns. Og fyrir vikið varðveittist
tungan furðulítið breytt og jók við sig nýjum orðum, eftir því
sem þörfin krafði, með eðlilegum hætti og samkvæmt óskráð-
um lögmálum, líkt og blaðið vex á greininni.
Enda þótt meira hafi verið ort á íslandi og fleiri lagt stund
á ljóðagerð en í nokkm öðru landi veraldar, ef miðað er við