Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 84
80
Jón Thór Haraldsson
Skímir
þegar konungur kaus að skipta sér af stjórnmálum, varð
hann að vinna fylgi þingmanna.
„Vinir konungsins“ var flokkur sá nefndur, er hans há-
tign fylgdi að málum, og verður hans síðar að nokkru getið.
Mútur voru nær daglegt brauð og þóttu sjálfsagðar. Þeir, er
með völdin fóru hvert sinn, umgengust fjárhirzlu ríkisins
sem sína eigin og hefðu vafalaust rekið upp stór augu, ef ein-
hver hefði minnzt á spillingu eða þjófnað í því sambandi.
Nú skyldi þó enginn ætla, að kosningar til enska þingsins
sýndu nokkra sanna mynd af þjóðarvilja. Kosningarréttur
var svo eignarrétti bundinn, að allur þorri fólks var án at-
kvæðis. Þar við hættist, að oft var ekkert skynsamlegt hlut-
fall milli kjördæmis og íbúafjölda. Vaxandi borgir áttu kann-
ski fáa fulltrúa eða enga á sama tíma og kjördæmi með fáein
hundruð íbúa sendu skilvíslega sína menn á þing. Frægast
slíkra kjördæma er Old Sarum, gamalt þorp, sem nú var
nær komið í eyði. Sjö íbúar fundust þó í plássinu, þegar hér
var komið sögu, og kusu þeir tvo fulltrúa á þing. Eins og að
líkum lætur, voru þeir, er atkvæðisrétt áttu í slíkum kjör-
dæmum, oft litlir skörungar á sviði stjórnmálanna. Alla jafna
voru þeir beinlínis í vasanum á einhverjum valdamanninum,
og dæmi eru þess, að slík kjördæmi gengju kaupum og sölum.
Öll alþýða manna lifði við sárustu örbirgð. Iðnbyltingin,
telja menn, að hefjist í Englandi upp úr miðri 18. öld, og
jarðnæðisskipting var þá langt á veg komin. Um það leyti,
sem Thomas Paine var að komast á legg, blasti við sama
sjónin í nær sérhverjum enskum bæ: Hungraður öreigalýður
hafðist við í húsakynnum, sem enginn aðalsmaður hefði tal-
ið hesti bjóðandi. Þá sjaldan múgurinn vaknaði af dvala, fór
hann um ruplandi og rænandi, en allar voru þær róstur til-
viljunum háðar, væri ekki beinlinis til þeirra stofnað af ein-
hverjum misindismanninum.
Thomas Paine fór alfarinn úr föðurhúsum árið 1756, þá
nítján ára gamall. Nærri því tvo áratugi barðist hann nú í
bökkum og lagði þó á margt gjörva hönd. öðru hverju greip
hann í iðn föður síns, en aldrei nema nauðugur. Tæpt ár
var hann á skipi, sem gert var út til sjórána. Og verzlunar-