Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 103
Skímir
Tom Paine
99
er hitt víst, að Paine komst snemma framarlega í röð Gir-
ondína. En það er af stjórnarkránni að segja, að uppkast
nefndarinnar var ekki samþykkt fyrr en eftir margvíslegar
breytingar. Endanleg stjórnarskrá var samþykkt í júní 1793,
en gildistöku hennar frestað sökum styrjaldarinnar, er þá
geisaði .
I nefndinni áttu sæti ásamt Paine þeir Sieyés, Brissot,
Pétion de Villeneuve, Vergniaud, Gensonné, Barére, Danton
og Condorcet. Af níu nefndarmönnum voru Sieyés, Barére
og Paine þeir einu, sem lifðu ógnarstjórnina af.
Eitt viðkvæmasta vandamál, sem konventan átti við að
stríða, var, hvað gera skyldi við konung. Nú tók að sverfa til
stáls með flokkunum, og Paine henti mynt sinni á vægast
sagt hæpið tafl.
Talið er, að Girondínar hefðu helzt kosið að komast hjá því
að draga konung fyrir lög og dóm, en tækist það ekki, að
forða honum frá dauðarefsingu. En þess tók nú óðum að gæta,
að Girondína skorti kjark og einbeitni til móts við Jakobína.
Hver sá, er talaði máli konungs, átti það á hættu að vera
merktur konungssinni og þaðan af verra. Slíkar ákærur var
að sjálfsögðu ekki unnt að nota gegn Paine og því eðlilegt,
að hann væri mjög á oddi hafður fyrir Girondína.
Paine barðist af alefli gegn lífláti konungs. Tillaga hans
var sú, að konungur yrði gerður útlægur og sendur til Banda-
ríkjanna. Máli sínu til stuðnings vitnaði Paine í ágæta ræðu,
er Robespierre hafði haldið á þjóðsamkomunni fyrir afnámi
dauðarefsingar. Þessu svaraði Robespierre svo, áð. það væri
ekki sín sök, að dauðarefsing væri enn við lýði.:;Ení hcyors
vegna tækju þeir, er áður hefðu móti sér' ni'æltj\þá-<fyrst:rvfpp
kröfur mannúðarinnar, er refsingin kæmi niðvirff4(koiiungi?
Væri máski refsingin nógu góð á fólkið, en ékMikpnpngiían?
Ef dauðarefsing ætti nokkum tima rétt á $érj (V$ri-þaðjii
um konunglegan afbrotamann væri að r8eðá..'.o':: C.'if L; rign^
19. janúar 1793 ákvað konventan, að Lúðvfk Gapet, en syo
nefndu þeir konung, skyldi tekinn af lífi. Ekki mátti tæpar
standa sigur Jakobína, og hefði ekki stór hópur Girondína
guggnað, er líklegt, að tekizt hefði að bjargá lífi konungs.