Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 141
Skirnir
Háskólabærinn Lundur í Svíþjóð
135
langa hríð. Þó er ein undantekning frá Jiessu. Páll Jónsson
Skálholtsbiskup, sá er lét grafa sig í steinþró, sem frægt er
orðið, var vigður í Lundi. Bar það til, að innanlandsóeirðir
voru í Noregi um þær mundir og erkibiskup landflótta og
auk þess blindur. Um þessa atburði segir svo í sögu Páls:
Konungr [þ. e. Noregskonungur] lét ok alla biskupa
fá honum bréf sín með innsiglum, þá er í landi váru;
fór hann síðan til Danmerkr um ÍQstuna ok kom til Lund-
ar páskadaginn fyrsta á fund erkibiskupa, ok bauð Absa-
lon honum þegar til sín, er hann kom, með hinni mestu
sœmð, en beið hans at hámessu, þegar hann vissi, at
hans var þangat ván. Var hann síðan með erkibiskupi
um páskavikuna, ok var í hinu tíguligustu yfirlæti af
þeim báðum, ok var þá þegar ráðin vígsla hans, af því
þeir gátu brátt reynt þat, hverr skQrungr hann var, bæði
at lærdómi ok vitrleik ok atgorvi; en hann beið vigslu í
munklífi þvi, er heitir at Heraðsvaði, ok var hann fyrr
vigðr en þeir hgfðu þó ætlat, er J>eir skilðusk, ok kom þat
mest til þess, at Knútr konungr Valdemarsson lagði þau
orð til, at hans ferð skyldi flýta, eptir því sem honum
gegnði bezt, ok þeim mQnnum, er hann skyldi biskup
yfir vera, ok fór þat eptir annarri hans gæfu, at hinn gQÍ-
ugasti maðr virði hann þar svá mikils ósénn, at hann gaf
þat ráð til, sem hann mundi sjálfr kjósa. Absalon erki-
biskup vígði Pál til biskups viij nóttum fyrir Philippus
messu ok Jacobus [þ. e. 23. apríl 1195, en þá var þriðji
í páskum], at ráði Eireks erkibiskups, er eigi hafði þá
sjálfr sýn til at vigja hann; váru biskupar við vigslu Páls
biskups: Eirekr erkibiskup (ok) Pétr biskup af Róiskeldu.
Páll biskup gaf gullhring Absaloni erkibiskupi, en ann-
an Eireki erkibiskupi, ok Qllum Qðrum nokkurar gersim-
ar, þeim er studdu embætti hans, vígslu ok tign. Bs. I,
129—130.
Það skal ósagt látið, hvort það hefir haft mikil áhrif á þró-
un íslenzkra kirkjumála, að íslenzka kirkjan laut erkistólnum
í Lundi. Þó ber þess að geta, að á þeim árum, sem íslenzka
kirkjan laut þessum erkistól, voru sett hin hin elztu sam-