Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 184
176
Stanislaw Helsztynski
Skímir
lýsti ást stúdentanna á Lelewel. Meðan hann var sjálfur stúd-
ent í háskóla, skrifaði hann skáldlegt og magnþrungið ávarp
til kennara síns. 1 því gaf hinn ungi snillingur stutt yfirlit
yfir sögu mannkynsins, eins og hún hafði birzt í hugmynda-
heimi stúdentsins undir leiðsögn Lelewels. Meðal annars
minnist Mickiewicz á norrænar þjóðir um það leyti, sem
löng yfirráð Rómaveldis voru að renna sitt skeið á enda og
dögun miðaldanna var í nánd:
„Hvaða andi blæs nýju lífi í þessar dauðu minjar?“ spyr
skáldið, og það svarar þegar:
„Þið, logandi afsprengi norræns íss.“
Hér vísar skáldið til rannsókna Lelewels á menningarerfð-
um Fornkelta, germanskra þjóða, og þá sér í lagi til fom-
íslenzkra bókmennta, því að það var enginn annar en Joa-
chim Lelewel, sem átti heiðurinn af því að verða fyrstur til
þess að gefa út bók um íslenzk efni. Var titill hennar Edda,
bókin um trú fornnorrœnna manna (gefin út af Zawadzki
í Vilna 1807, önnur útgáfa árið 1828).
Þótt síðari útgáfan hefði sama heiti, var hún mjög frá-
brugðin að efni. Sú fyrri var lítt unninn bæklingur, aðeins
55 blaðsíður; sú síðari var 209 blaðsíður. Þar af var 141 blað-
síða textar og 69 blaðsíður ritgerð um þá. Á þessu tímabili
hafði liöfundurinn mjög aukið þekkingu sína á íslenzkum
heimildum. Fyrri útgáfan hafði birzt nafnlaus, þar sem Le-
lewel var aftur á móti tilgreindur sem höfundur bókarinnar
í hinni síðari.
I innganginum að útgáfunni 1828 viðurkenndi Lelewel
hreinskilnislega, að hin fyrri útgáfa hans hefði birzt of
snemma, og væru því í henni margar villur. Við undirbún-
ing síðari útgáfunnar hafði hann fært sér í nyt viðbótartexta,
ekki einungis texta þá, sem P. H. Mallet gaf út á frönsku
(1787), heldur einnig latneskar Edduþýðingar, þar á meðal
þýðingu, sem Resenius hafði gert á 17. öld, og að auki þýzk-
ar ljóðaþýðingar eftir Daniel Grater og Friedrich Mayer.
Hann leitaði um aðstoð til víðkunns skálds frá Varsjá, Kazi-
mierz Brodzinskis, við nokkrar þýðinganna.
Þá er sá munur á síðari útgáfunni miðað við þá fyrri, að