Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 17
Skírnir
Prófessor, dr. phil. Matthías Þórðarson
13
mundsdóttir frá Lambhúsum á Akranesi (d. 1958). Með dótt-
ur þeirra, Sigríði, bjó Matthías efstu ár sín.
Heimilislíf dr. Matthíasar þekkti ég ekki, og ég get ekki
sagt, að ég hafi kynnzt honum persónulega, og mér er nær
að halda, að þeir hafi ekki verið margir, sem kynntust hon-
um mjög náið, eftir að hann tók að eldast. Hann var því mér
og mörgum öðrum, sem saman áttu við hann að sælda á efri
árum hans, að ýmsu leyti ókunnur. En tiltekin einkenni
skapgerðar hans fóru þó ekki fram hjá þeim, sem með hon-
um störfuðu og nokkuð þekktu til ævistarfs hans.
Mér er sagt, að á yngri árum hafi dr. Matthías verið
mannblendinn maður, og má það vel vera rétt. 1 þá átt bend-
ir hinn mikli áhugi hans á félagsstarfsemi, en öðrum þræði
mun hann þó hafa verið dulur og ekki tjáð nema fáum sín-
ar innstu tilfinningar.
Af því, sem sagt hefir verið hér að framan um ævistarf
dr. Matthíasar, er ljóst, að hann hefir verið óvenjumikill
starfsmaður, sívinnandi við embætti sitt, félagsstörf, ritstörf
og ýmiss konar aukastörf, sem hann varð að fást við, með
því að hann var alla tíð fátækur maður. Skyldurækni hans
kom greinilega fram í embættisstörfum og ósérplægni í félags-
starfsemi.
Dr. Matthías var kirkjurækinn trúmaður, eins og áður var
að vikið, og mikill drengskaparmaður að dómi allra, sem við
hann áttu að skipta. Hann var alvörumaður í eðli, en þó
glaður á góðri stund í hópi kunningja.
Dr. Matthías var góður og ötull fræðimaður og vann ís-
lenzkum fornleifarannsóknum og íslenzkri fornminjavemd
ómetanlegt gagn, sem seint eða aldrei mun fyrnast. 1 starf-
inu við Þjóðminjasafnið kom honum einnig að haldi, að hann
var frábærlega verklaginn.
Dr. Matthías var óvenjulega mikið snyrtimenni í klæða-
burði og framkomu. Hann bar fram á hinztu stund merki
Viktoríutímans, sem hann fæddist og ólst upp á, var einhver
síðastur fslendinga, sem hélt uppi þeirri höfðinglegu glæsi-
mennsku, sem þá þótti henta þeim, sem báru virðingu fyrir
sjálfum sér og símnn embættum.