Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 181
Skírnir
Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar
173
Þessi kvæði eru mjög ort í anda Beethovens, sem segir, að
öll sönn list sé siðferðileg framför. Andlegar og veraldlegar
þjáningar þjóðarinnar á undangengnum öldum hafa orkað
mjög sterkt á séra Matthías, og hann vill, að þjóðin noti
þessi tímamót til þess að brjóta blað í sögu sinni, hefja nýtt
líf. Kemur það fyrst og fremst fram í þriðja erindi lofsöngs-
ins. Má raunar segja, að í því erindi sé að finna svarið við
þeirri spurningu, hvert þjóðhátíðarskáldskapur séra Matt-
híasar beinist.
Öllu erfiðara er að sjá beina stefnu þeirra kvæða, er ort
voru sakir beiðni annarra manna. Til þess eru þau of ólík
hvert öðru, of sundurgreinanleg í efnisvali. Að sjálfsögðu
bera þau að mörgu leyti svip hinna kvæðanna, sem ekki urðu
til fyrir annarra tilstilli. Menn eru oftast sjálfmn sér líkir í
hugsun. Einnig er á það minnzt hér að framan, að skáldið
hafi ekki heldur getað stillt sig um það á stundum að flétta
hugðarefni sín — og þá fyrst og fremst sjálfstæðisbaráttuna
— inn í kvæði, sem í rauninni áttu að fjalla um óskyld efni.
Að öðru leyti stendur þar hvert kvæði út af fyrir sig og lifir
hvert rnn sig sjálfstæðu lífi, þótt þau séu auðvitað allskyld
að ætterni.
Svo er jafnan mælt, að skáld fái seint þakkir fyrir verk sín.
Einnig það á við um þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochums-
sonar. Um þetta segir Brynleifur Tobíasosn:
Þakkirnar, sem sr. Matthías fékk fyrir kvæðin, sem
innan skamms voru á hvers manns vörum í landinu,
voru víst þær einar, að konungur drakk honum til í
veizlu í langaloftinu í Latínuskólanum! Hann fékk enga
viðurkenningu á hátíðinni, og blaðbræður hans í land-
inu áttu ekki eitt viðurkenningarorð þessum langmesta
andans manni og skáldjöfri til handa í blaðdálkum sín-
um. Voru þeir svona heimskir? Eða voru þeir svona
meinfýsnir?1)
Ekki get ég svarað þessum spurningum fremur en Bryn-
leifur Tobíasson. Ég veit ekki heldur, hverjar þakkir honum
i) Þjóðhátíðin 1874, 204. bls.