Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 97
Skimir
Tom Paine
93
stjórnendur sína, reka þá fyrir óstjórn og mynda sjálfir ríkis-
stjórn sína.
Vart mun ofmælt, að Burke hafi froðufellt yfir þessari
ósvífni. Hann lætur svo um mælt, að enska þjóðin hafi við-
urstyggð á slíku hugarfari og muni fórna lífi sínu til að
hindra það, að nokkuð slíkt nái fram að ganga. Það var eng-
in furða, þó að Paine segði sem svo, „að menn grípi til vopna
og fórni lífi og eignum, ekki til að verja réttindi sín, heldur
til að verja það, að þeir hafi ekki réttindi, er algjörlega ný
tegund af uppgötvun og hæfir öfugmælakenndri snilligáfu
Mr. Burke’s“.
Burke hafði á yngri árum hlotið lögfræðilega menntun,
og vera má, að þaðan sé komin bókstafstrú sú, er birtist í
röksemd hans gegn fullyrðingum dr. Price’s. Þegar enska
þingið kallaði þau Vilhjálm og Maríu til ríkis, gaf það út
þá yfirlýsingu, að enska þjóðin gengi þeim á hönd um ald-
ur og ævi. (The lords spiritual and temporal, and Commons,
do, in the name of all the people aforesaid, most humbly and
faithfully submit themselves, their heirs and posterities for
ever.) Þetta tók Burke sem sönnun þess, að réttindahjal dr.
Price’s væri markleysa ein.
Franska byltingin hafði, þegar hér var komið sögu, farið
rólega fram miðað við það, er síðar varð. Þó höfðu komið
fyrir uppþot og æsingar, sem fylltu Burke skelfingu. Hann
leit svo á, að Frakkar væru staddir á glötunarbarmi, þeir
hefðu kastað frá sér þeirri kjölfestu, sem hefðbundnar stofn-
anir og erfðavenjur gætu veitt. Burke var ósnortinn þeirri
bjartsýni, sem fyllti framsæknasta hluta borgarastéttarinnar.
Fyrir honum var alþýðan „viðurstyggilegur fjöldi“ (swinish
multitude), sem halda varð niðri með öllum ráðum. Hann
segir:
„Röð og regla er undirstaða alls góðs. Til að vera fært um
að öðlast eitthvað verður fólkið að vera þægt og hlýðið án
þess að vera þrælslundað. Yfirvaldið verður að njóta lotningar
og lögin virðingar. Alþýða manna má ekki láta uppræta lög-
mál eðlilegrar undirgefni úr huga sér. Hún verður að virða
þá eign, sem hún getur ekki öðlazt sjálf. Hún verður að