Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 50
46
Steingrímur Jónsson
Skímir
hins fræga náttúrufræðings, hafði hann áhuga á málvöndun.
Frá honum stafa t. d. orðin brint og ilt, er við köllum vatns-
efni og súrefni, enn fremur orðið vægtfylde fyrir spezifische
Gewichte á þýzkunni, sem við köllum eðlisþyngd (frá 18. öld).
100 árum síðar en Örsted var P. 0. Pedersen rektor tækni-
háskólans, en hann var einnig heimsfrægur maður. Hann
bætti við orðinu varmefylde fyrir spezifische Warme á þýzk-
unni. Svo langt leið á milli þessara orða. Við köllum það
eðlisvarma hliðstætt fyrra orði. Orðin brint og ilt eru dregin
af sömu rót og bruni og eldur og því norræn að stofni. Má
vel vera, að við þessar orðmyndanir hafi örsted notið að-
stoðar danska málfræðingsins R. K. Rasks.
1 stað vatnsefnis er algengt að nota vetni á íslenzku og ildi
um súrefni, en þó hefir ildi ekki náð fullri fótfestu, því stund-
um hefir verið notað fjörvi (Helgi Pjeturss), en oftast súr-
efni.
Þessarar viðleitni hjá Dönum, að taka upp nýyrði um hin
erlendu heiti, sem fram komu í tækni og vísindum, gætti þó
eigi mjög mikið og var að mestu leyti horfin í minni skóla-
tíð, þótt undantekning kæmi fram, svo sem nefnt var, frá tíð
P. O. Pedersens rektors. Og yfirleitt gegndi hinu sama i
sænsku og norsku. f norsku kvað svo rammt að þessu, að ég
hefi séð grein eftir norskan námaverkfræðing, er hann rit-
aði í verkfræðingarit þeirra Norðmanna, Teknisk IJkeblad,
um að réttast væri að taka upp ensk tæknileg heiti að fullu
í námaverkfræðinni og hætta við gömul og gróin norsk heiti,
því þau gætu valdið misskilningi meðal erlendra námaverk-
fræðinga. Þetta hefi ég séð lengst gengið í því að varpa frá
sér móðurmáli eða mest tillit tekið til erlendrar tungu á
kostnað eigin tungu.
En þetta viðhorf er nú orðið allmjög breytt. Hefir það
verið að breytast hina síðari áratugina í öllum þremur Norð-
urlandamálunum, dönsku, sænsku og norsku. Orsökin til
þessarar breytingar mun einkum vera sú, hversu mjög hefir
fjölgað hinum nýju erlendu tækniheitum, þannig að þau
yfirgnæfa svo í málinu, að mörgum er farið að verða ljóst,
að um málsspillingu er orðið að ræða að taka þau upp lítt