Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 116
112
Stefán Einarsson
Skírnir
Þetta er eftir handriti Björns Jóhannessonar á Finnsstöðum
í Köldukinn. En í Skírnis-grein minni 1951 færði eg þessa vísu
hl sem dæmi upp á galdralags-endurtekningu í dálítið breyttri
mynd eftir Fagrar heyrSi eg raddirnar (útgáfu Einars Öl.
Sveinssonar), en gat þess ekki, að hann hafði hana úr Fitja-
annál, Anno 1707 (Annálar 1400—1800, 1930, II, bls. 372).
Þar segir svo um uppruna hennar:
I Kirkjubæjarklausturskirkjugarði um kvöldvökutíma
er sagt heyrzt hafi tveimur mönnum, að emjað væri
undir fótum þeirra, hvar sem þeir gengu um kirkjugarð-
inn, eins og sagt hefur verið, það fyrir stóru pláguna hafi
heyrzt í Síðumúlakirkjugarði kveðin þessi staka [þar voru
Sturlungar grafnir, en plágan mikla var um 1400]:
Vögum vér og vögum vér
með vora byrði þunga.
Upp er komið sem áður var
í öld Sturlunga, í öld Sturlunga.
Þessi vísa er undir galdralagi, en engir andar haldast þar
í hendur, róa sér og kveða hana. Hins vegar mega það vera
menjar hinnar upprunalegu sagnar, að tveir menn skidi heyra
vísuna. En hinn nýi vitnisburður þjóðsagnanna er mjög
merkilegur, vegna þess að hann staðfestir tilgátu mína (1951),
að víxlkveðandi gæti staðið í sambandi við endurtekningu
galdralags, því endurtekningar munu vera hið eðlilegasta
form særinga, hvar í heimi sem þær eru um hönd hafðar.1)
Það eru a. m. k. þrettán vísur með galdralags-endurtekningu
í Sturlungu.
V. Fimmta dæmið, þótt skaddað sé, er enn úr hinni nýju
útgáfu þjóðsagnanna 1956, IV. bindi, bls. 50:
„Gleðidagur, gulldagur.44
Þegar Páll prestur Árnason biskups Þórarinssonar var
á Barði í Fljótum var þar orð haft á reimleikum. Einn
vetur var það að stórköföld [bægðu] embættisgjörðum í
kirkjunni þrjá sunnudaga í röð; þókti presti það mjög
1) Mörg dæmi eru í Oríental Magic by Sayed Idries Shah. Rider,
London 1956.