Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 169
Skírnir Þjóðhátíðarljóð Matthíasar Jochumssonar 161
hías sagt sjálfur, að hann hafi ekki verið neitt yfir sig hrif-
inn, hvorki af konungi né stjómarskránni:
Föður hans (þ. e. Kristján níunda) fannst mér fátt um,
þótt ég lofaði hann í ljóðum.1)
Á þjóðhátíðinni sendum vér konungi vorum kveðju
vora, þökktun honum stjómarskrána, en tökum sköm-
lega en stillilega fram hennar aðalgalla .. ,2)
Svo mun og hafa verið um fleiri Islendinga, að þeim hef-
ur fundizt fátt um konung og stjórnarskrá hans. Nægir þar
að benda á, hve grimmilega Jón Ólafsson ritstjóri sneri út úr
þessu kvæði Matthiasar, svo sem flestir kannast við.
I þriðja erindinu er rætt um helgi Þingvallar, þar sem
„óma þúsund ára vé, / söm orð og fyrir tíu öldum“. Nú em
þau liðin þessi löngu ár, sem lengst af vora íslendingum
„þraut og fár“. Nú munu Islendingar snúa baki við fortíð-
inni, því að „nú hefst upp fögur heillatíð“. 1 kvæðinu segir,
að það sé ekki sízt að þakka konunginum. Síðan segir, að
þakkirnar muni verða þær, að nafn konungs skuli hljóma
um þúsund ár. Loks er svo drottinn beðinn um að blessa
konunginn og ætt hans.
1 Landsbókasafni finnst þetta kvæði prentað í litlum pésa
(4 bls.) ásamt enskri þýðingu eftir George Browning. Pési
þessi ber titilinn: „lcelandic Millenary Festival 1874. Hymn
of Welcome composed by Matthías Jochumsson in honor of
Christian IX, king of Denmark — and sung on the occaison
of his visit to Thingvellir — The ancient place of assembly
of the Icelandic Parliament, or Althing — August 6th 1874“.
Kvæðið er ort undir laginu Kong Christian lægger ned sit
sværd.
Hér með lýkur þeim ljóðum, sem Brynleifur Tobíasson
birtir í bók sinni sem þjóðhátíðarljóð eftir séra Matthías
Jochumsson. Ég mun þó geta sex til viðbótar, auk þýðingar
séra Matthiasar á ljóði eftir Bayard Taylor. 1 Ljóðmælmn
Matthíasar 1884 eru öll þessi ljóð nema eitt birt sem þjóð-
hátíðarkvæði frá 1874. öll snerta þessi kvæði þjóðhátíðina
!) Sögukaflar, 261. bls.
2) Bréf Matthíasar Jochumssonar, 222. bls., dags. 4. mai 1874.
11