Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 53
Skírnir
Um nýyrði í tæknimáli
49
festst, enda þótt enn í dag sé ekki betra orð fundið. Talað er
um samkraft og lokakraft, og mun síðastnefnt orð mest notað
um resultantinn. Stungið hefir og verið upp á kraftamaki.
Að mínu áliti er þýðing Magnúsar ekki lakari en þessi orð.
Pálmi Pálsson yfirkennari þýddi síðar rit Björlings um
vinda, fyrir Bókmenntafélagið. Þar kallar hann m. a. cyclon
stormhvel og cyclon centrum stormhvelsauga, hin ágætustu
orð, en eigi hefi ég séð þau notuð síðar. Þannig talar Jón Ey-
þórsson í veðurfræði sinni rnn stormsveipi og um sveipmiSju.
Þessi viðleitni að koma erlendum heitum á íslenzkan bún-
ing í vönduðu máli hefir ávallt lifað síðan, og það verður
æ ríkari nauðsyn á, að hún lifi áfram á þeirri hraðvaxandi
tækniöld, er við lifum á.
Þegar blaðaútgáfa hófst og blöðin fóru að koma út viku-
lega, siðan daglega og stundum oftar, má segja það ritstjór-
um og blaðamönnum til lofs, að yfirleitt vanda þeir málfar
sitt og eigi aðeins í tæknimáli, heldur og á ýmsum sviðum
mannlegs lífs. En við dagblaðaútgáfuna slæðast stundum með
firrur og bögumæli, sem oft og einatt eiga rót sína að rekja
til óvandaðrar eða hirðulauslegrar meðferðar málsins í dag-
legu tali. Vill þá eima eftir af því í rituðu máli, sem i skyndi
er samið.
Sem dæmi nýyrða við byrjun þessarar aldar má nefna
símann, sem oft er til vitnað. Talað var um málþráS, firS-
tal, firSritun, fónun o. fl., en þegar síminn kom fram, náði
það orð þegar fótfestu. Þá sagði Pálmi Pálsson yfirkennari
um orðið, að ef það hefði verið notað í sömu mynd og til
forna, en þá var það hvorugkynsorð, símáS (beygt eins og
t. d. auga), þá myndi það naumast hafa fallið svo fljótt í
smekk manna.
Um þetta leyti ræddu blöðin oft um botnvörpuskip og
botnvörpunga. 1 daglegu tali var ávallt talað um trollara.
Það orð mun vart hafa komizt í ritmálið. Orðabók Blöndals
hefir það þó, með spurningarmerki, til að sýna, að það sé
ekki viðurkennt i ritmáli. Á öðrum tugi þessarar aldar kom
Guðmundur Björnsson landlæknir fram með orðið togari.
Kvaðst hafa fundið það í skozku. Töldu sumir það fremur
4