Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 106
102
Jón Thór Haraldsson
Skírnit
er óguðlega ósiðleg. Hún segir frá ungri konu, sem er heit-
hundin. Meðan á trúlofuninni stendur, er hún berum orðum
sagt flekuð af anda undir þvi óguðlega yfirskini (Lúk. I. 35),
að „Heilagur andi mun koma yfir þig og kraftur hins hæsta
mun yfirskyggja þig.“ Þrátt fyrir þetta kvænist Jósef henni,
lifir með henni sem konu sinni og tekur fyrir sitt leyti upp
samkeppnina við andann. Þannig er sagan sögð á skiljanlegu
máli, og sé hún sögð á þennan hátt, er ekki til sá klerkur,
sem ekki blygðast sín fyrir að halda henni fram.“
„Sagan af því, þegar hvalurinn gleypti Jónas, jaðrar við
hið ósennilega, enda þótt hvalur sé nógu stór til, að slíkt
gæti átt sér stað. Hitt hefði þó verið sýnu nær kraftaverki,
ef Jónas hefði gleypt hvalinn.11
öld skynseminnar vakti furðulegt hatur á Paine. Bókin
hefur verið nefnd Biblía guðleysisins, enda þótt hverjum heil-
vita manni mætti vera ljóst, að Paine var ekki atheisti, held-
ur deisti, og stóð stuggur af vaxandi guðleysi í Frakklandi.
Nú var ekki því til að dreifa, að skoðanir sem þessar væru
nýjar af nálinni. Er þess skemmst að minnast, að enski sagn-
fræðingurinn Edward Gibbon fyrirleit kristindóm og trúar-
brögð. En það gerði gæfumuninn, að slíkar skoðanir höfðu
að jafnaði verið fólgnar í lærðum og óljósum ritverkum, sem
engri útbreiðslu náðu. Paine reit á máli, sem hvert manns-
barn skildi.
Svo þótti kirkju og yfirvöldum nærri sér höggvið, að út-
gefandinn í Englandi var dæmdur fyrir guðlast, bókin gerð
upptæk og líkan af höfundi fest á gálga. Paine hafði svo
rækilega tekizt að rita sig úr áliti, að meir en hundrað árum
síðar gat Theodore Roosevelt í fullu samræmi við almenn-
ingsálitið kallað hann „skítugan, lítinn guðleysingja“. „Heim-
urinn, holdið og Tom Paine“ var lengi vinsælt orðtak.
Eins og áður er sagt, var Paine fangelsaður í desember 1793.
Sendihera Bandaríkjanna í Frakklandi var þá Gouverneur
Morris og hafði tekið við af Jefferson. Þeir Paine voru engir
vinir, enda eins ólíkir og verða mátti — Paine innhverfur
byltingarmaður, en Morris feitur og sællegur gleðimaður, sem
meir átti skylt við enskan aðal en franska byltingu, Sumir