Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 236
228
Ritfregnir
Skírnir
Ég las mér bók Björns Th. Björnssonar til mikillar ánægju, og ég efa
ekki, að svo muni fleirum fara.
Hálldór Halldórsson.
Kristján Albertsson: Hannes Hafstein. Ævisaga. Fyrra bindi. Al-
menna bókafélagið. Bók mánaðarins. Desember 1961.
Nafn Hannesar Hafsteins er nátengt tvennum timamótum, öðrum í
bókmenntasögu, hinum í stjórnmálasögu Islands. Hann var einn þeirra
fjórmenninganna, sem gerðust boðberar raunsæisstefnunnar hér á landi
með útgáfu tímaritsins Verðandi 1882, og voru það kvæði Hannesar, sem
hvað mesta athygli vöktu þar. Og árið 1904 varð hann ráðherra fyrstur
íslendinga.
Það er því ekki ófyrirsynju, að Kristján Albertsson hefur tekizt á
hendur að rita ævisögu Hannesar. Þetta fyrra bindi nær til ársins 1904,
þegar Hannes settist í ráðherrastólinn. Eins og nærri má geta, er hér
margt nýtt dregið fram í dagsljósið um ævi Hannesar og störf.
1 upphafsorðum bókarinnar víkur höfundur nokkrum orðum að fátæk-
legri og stundum ósæmilega hlutdrægri sagnfræði, sem reyni oft að halla
á Hannes Hafstein. Mætti því ætla, að höf. legði sig fram um að rita
hlutlausa sagnfræði, en því miður er ekki því að heilsa. Ekki verður
annað séð af bókinni en hann leggi blessun sina yfir stefnu og gerðir
Heimastjórnarflokksins í einu og öllu, hvað sem á hefur dunið. Minnir
þetta nokkuð á hinn broslega óskeikulleik annars heimastjórnarmanns,
Hannesar Þorsteinssonar, í sjálfsævisögu hans, sem lit kom nýlega. Eink-
um er hlutur þeirra dr. Valtýs Guðmundssonar og samherja hans fyrir
borð borinn. Á einum stað fær dr. Valtýr t. a. m. vitnisburðinn „lítill
valdabraskari11. Þá má það heita harkaleg meðferð að birta svæsna kafla
úr einkabréfum, sem skrifuð hafa verið mitt í vígamóði baráttunnar, en
kunningjar láta venjulega flest fjúka sin á milli, þegar svo stendur á.
Það er eins og þessir bréfakaflar hafi beinlínis verið valdir valtýingum
til hnjóðs. Heimastjórnarmenn sleppa mun betur, þótt orðbragð þeirra
hafi naumast alltaf verið prúðmannlegra en andstæðinganna. Því verður
hins vegar ekki móti mælt, að dr. Valtýr átti það til að haga seglum
eftir vindi í stjórnmálabaráttu sinni og gat verið slunginn í ýmiss konar
ráðabruggi. Kappgirni hans var jafnframt bundin persónulegum ástæðum,
þar sem hann ætlaði sjálfum sér ráðgjafasætið í Kaupmannahöfn, og þess
vegna barðist hann lengi vel gegn flutningi stjómarráðsins til Reykja-
víkur. En þrátt fyrir allt þetta er engum blöðum um það að fletta, að
með stöðugum samningaumleitunum við dönsk stjómarvöld átti hann
verulegan þátt i því, að stjórnarbótin komst á 1904. Dr. Björn K. Þórólfs-
son, sem er manna gjörfróðastur um þetta tímabil, fer eflaust með rétt
mál, þar sem hann segir i ævisögu dr. Valtýs, að báðir flokkarnir hafi
getað þakkað sér stjórnarbótina með nokkmm rétti. Þegar á allt er litið,