Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 92
88
Jón Thór Haraldsson
Skímir
óheiðarlegur uppruni og sízt af öllu af guðdómlegum rótum
runninn.“
Kaflinn endar svo á þessum orðum: „í Englandi hefur kon-
ungur lítið annað að gera en heyja stríð og útdeila bitlingum,
sem í hreinskilni sagt er ekkert annað en að gera þjóðina
fátækari og teyma hana á asnaeyrum. Þokkalegt athæfi að
tarna! Og fyrir þetta fær maðurinn greidd 800 þús. sterlings-
pund á ári og er tilbeðinn í þokkabót. Meira virði er einn
heiðarlegur maður þjóðfélaginu og fyrir augliti guðs en allir
þeir krýndir ruddar, sem uppi hafa verið.“
Þó að margt sé vel mælt og skynsamlega í þessum tveim
fyrstu köflum bókarinnar, réttlæta þeir naumast bókarheit-
ið. Þriðji kaflinn fjallar um málefni nýlendubúa og hefst á
þessum orðum:
„Á næstu síðum hef ég ekkert fram að bjóða nema ein-
faldar staðreyndir, Ijós rök og heilbrigða skynsemi.“ Paine
snýr hér máli sínu til þeirra, sem hlynntari eru mammoni
en guði, og kaflinn hefur að geyma helztu röksemdir hans
fyrir skilnaði við Englendinga og fullu sjálfstæði nýlendu-
búa. Hér fara á eftir nokkur sýnishorn úr kaflanum:
„Aldrei skein sólin á betri málstað. Hér er ekki um að
ræða bæ eða hérað, borg eða ríki, heldur meginland — einn
áttunda hluta hins byggilega heims. Hér er ekki barizt um
dag, ár eða öld, heldur er framtíðin sjálf undir því komin,
hver úrslitin verða.“
„Ég hef heyrt því haldið fram, að Ameríka hafi blómgazt
í sambandinu við England.“ „Ég svara því hiklaust til, að
Ameríka hefði blómgazt jafnmikið og meira, ef ekkert Evrópu-
ríki hefði haft neitt yfir henni að segja. Verzlunarvara sú,
sem hefur auðgað Ameríku, eru lífsnauðsynjar, og mun jafn-
an finnast fyrir þær markaður, meðan það tíðkast í Evrópu,
að menn borði mat.“
„Ég skora á hinn einlægasta talsmann fyrir sáttum að sýna
fram á eitt einasta atriði, sem sé þessu meginlandi í hag fyrir
sambandið við England. Ég endurtek áskorunina: Ekki eitt
einasta atriði er unnt að leggja fram. Korn okkar selst, á hvaða