Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 96
92
Jón Thór Haraldsson
Skírnir
kynntist smám saman ýmsum forystumönnum hennar, svo
sem Condorcet, Brissot, Danton og Barére. Fyrst um sinn
hélt hann sig þó í Englandi.
Þegar við lesum sögu stjórnbyltingarinnar frönsku, gerum
við oft ósjálfrátt ráð fyrir því, að í Englandi ríki ró og friður.
Þó fór því fjarri, að svo væri. Undir yfirborðinu ólgaði og
sauð, enda ærin tilefni til. En það skildi á milli, að borgara-
stéttin enska náði þegar á 17. öld sterkari aðstöðu gagnvart
konungsvaldi og háaðli en stéttarbræður hennar erlendis.
Borgarastéttin enska freistaðist því aldrei til byltingar. Ýms-
ar alþýðuhreyfingar létu á sér hæra, en voru jafnóðum barð-
ar niður. Frönsku byltingunni var þó í fyrstu ekki óvinsam-
lega tekið í Englandi. Einkum voru það frjálslyndir mennta-
menn og borgarar, sem tóku svari byltingarmanna. Þá var
það, að Edmund Burke geystist fram á ritvöllinn.
Edmund Burke var írskur að ætt, sonur málafærslumanns
í Dublin. Hann var kosinn á þing árið 1765 og gat sér þegar
frægðarorð fyrir glæsilega ræðumennsku og frjálslyndar skoð-
anir. T. d. tók hann drengilega svari Ameríkumanna í deil-
um þeirra við Englendinga. Þegar hér var komið sögu, var
þó frjálslyndið á undanhaldi hjá Burke og það svo mjög, að
hann hafði leynilega selt sig flokki konungssinna fyrir 1500
pund á ári.
I nóv. 1790 kom út bók Burke’s HugleiSingar um bylting-
una í Frakklandi. Þeir Paine höfðu áður verið góðir kunn-
ingjar, en nú skildu leiðir. Paine hóf þegar að rita svar við
árásum Burke’s á frönsku byltinguna og hafði lokið fyrri
hluta verksins í marz 1791. Mannréttindi — en svo er bók-
in nefnd — er ásamt riti Burke’s eitt merkasta stjómmálarit
frá þessum tíma. Seinni hluta bókarinnar kom út ári síðar.
4. nóv. 1789 hélt dr. Richard Price prédikun, sem hann síð-
ar birti á prenti. Dr. Price var velþekktur klerkur og rithöf-
undur, sem stóð utan biskupakirkjunnar ensku. Prédikun
þessi væri nú löngu gleymd nema fyrir það eitt, að Burke
hafði hana að yfirvarpi, er hann reit HugleiÖingar sínar.
Dr. Price hélt því fram, að með byltingunni 1688 hefðu Eng-
lendingar öðlazt þrjú meginréttindi, nefnilega þau að velja