Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 189
Skírnir
Pólsk rit um íslenzk málefni
181
menn mína og skoðuðu farangur okkar með miklum áhuga.
En þegar ég spurðist fyrir um, hvers vegna landeigendur
sveitarinnar tækju sig ekki saman til þess að leggja vegi,
sem væru nauðsynlegir fyrir Island, var mér sagt, að
vinna þeirra sjálfra við búskapinn væri svo tímafrek, að
þeir hefðu engan tíma afgangs til annarra framkvæmda.
Á hinn bóginn metur sérhver Islendingur vinnu sína
mjög mikils og lítur á útlendinga sem kýr, sem beri að
mjólka. Ekkert verð, sem hann setur upp, virðist honum
hátt. Þeir höfðu mig oft að féþúfu, og gat ég ekki alltaf
varizt því, ef mig vanhagaði mjög um eitthvað, því að
hinn dæmigerði fslendingur er svo sauðþrár, að hann
myndi fremur kjósa að sleppa öllum hagnaði heldur en
að slá eina krónu af verði.
Rétt þykir að sýna til viðbótar bjartari hlið á þessari sömu
frásögn. Hinn pólski ferðamaður gat hrifizt af sérkennilegri
fegurð íslenzks landslags. Hér kemur lýsing hans á því, hvern-
ig honum kom Hvítárvatn fyrir sjónir:
f mýrlendinu eru margs konar fuglar, og þegar sólin
sezt á kvöldin á bak við geigvænlegar gnípur Kerlingar-
fjalla, fær staðurinn allur á sig lifandi, rósrauðan bjarma
norðurljósanna. Frá ísjaka úti á miðju vatninu heyrist
hvellt gjall álftanna; endurnar garga niðri með ánni,
mýrisnípur og rjúpur kurra í grasinu. ísskriða hefur
komið hreyfingu á vatnsborðið, og skelfdur hópur hvitra
fugla svífur í langri röð yfir rósrauðan himininn.
Svo hefur vatnið og umhverfi þess hrifið hinn pólska ferða-
lang, að hann dvaldist þar um kyrrt í sjö daga og skemmti
sér við veiðar. Því næst sló hann upp tjöldum við hverina á
Hveravöllum. Hér skall ofsarok á hann og félaga hans, og
létti því ekki fyrr en eftir 80 stundir. Leiðin norður á milli
jöklanna hafði djúpstæð áhrif á hann.
„Aðeins myndir eftir Gustave Dore“, skrifaði hann, „gætu
gefið til kynna þá auðn og þann glæsta geigvænleik, sem
skyndilega birtist sjónum okkar.“
i) Frásögn M. Komorowicz er að finna í Przeglad Polski, Kraków,
október 1908.