Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 188
180
Stanislaw Helsztynski
Skírnir
þaðan til Akureyrar, ekki póstleiðina, heldur á hestum með
leiðsögumanni um Þingvöll og Almannagjá, Geysi og Hvítár-
vatn. Hann dvaldist í nokkra daga á mikilvægustu stöðunum
á leið sinni og varði því, sem eftir var af tímanum, í Reykja-
vík, þar til hann sneri heim aftur í september.
Komorowicz myndaði sér sjálfstæðar skoðanir um það, sem
fyrir augun bar, og gætti þess vel að láta ekki frá sér fara
óhóflegt hrós um landslag Islands. Þvert á móti gerðist hann
sekur um hið gagnstæða og setur fram ýktar fullyrðingar
þveröfugs eðlis. Hann lætur í ljós mikil vonhrigði yfir Geysi:
Þrátt fyrir litríki og hreyfingu er allt, sem hér er að
sjá, kalt, tilbreytingarlaust og fátæklegt frá listrænu sjón-
armiði. Það er í sannleika sagt erfitt að skilja hið ýkta
mat á landslagi fslands, sem birzt hefur hingað til. Ensk-
ir ferðamenn fyrst og fremst hafa hrósað svo skáldlega
„töfrandi fögru útsýni á fslandi“, að aðrir ferðamenn
hljóta að verða fyrir vonbrigðum, úr því að þeir búast
eðlilega við meira en þeir geta með nokkru móti fundið.
Þjóðverjar hafa fylgt fordæmi Englendinga: bækur eftir
Kahl og Kuchler eru fullar af ýkjum, sem erfitt er að
skilja, vegna þess að höfundar þessir geta fundið miklu
fegurra landslag í heimalandi sínu.
Komorowicz var einnig nokkuð óvinveittur í garð íslend-
inga, einkum þeirra bænda íslenzkra, sem hann hitti á ferð-
um sínum. Úr því að þessar athugasemdir hans eru svo gjör-
ólíkar skoðunum annarra ferðamanna fyrr og síðar, eru þær
þess virði, að eftir þeim sé tekið fyrir forvitni sakir.
Ég játa fúslega, segir Komorowicz, að íslendingar eru
sterk og þróttmikil þjóð, sem er ýmsum dygðum prýdd.
En ekki get ég sagt, að þeir séu aðlaðandi og viðfelldin
þjóð. Bændurnir einkennast fyrst og fremst af leti. Ég
fékk daglega tækifæri til þess að fylgjast með þessu ein-
kenni hjá leiðsögumönnum okkar. Menn þessir borðuðu
eins mikið og þeir gátu í sig látið, en þar fyrir utan báru
þeir ekkert skynbragð á skipuleg vinnubrögð. Á sveita-
bæjunum tók ég einnig eftir því, að bændumir vom til
með að eyða heilum dögum í samræður við leiðsögu-