Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 107
Skírnir
Tom Paine
103
ævisöguritarar Paine’s hafa talið Morris standa bak við fang-
elsun hans, en aðrir mæla þvi móti, enda hafði Paine svo
rækilega komið sér út úr húsi hjá Jakobínum, að það eitt var
ærin ástæða. Hitt er víst, að Morris gerði ekkert til að hjálpa
Paine úr fangelsinu og gaf bandarísku stjóminni beinlínis
villandi upplýsingar um málið.
Paine sat í fangelsi tíu mánaða skeið. Það má fullvíst telja,
að hann hefði verið látinn laus, ef bandaríska stjórnin hefði
farið þess á leit. En Washington hafðist ekki að, enda hafði
Morris gefið það í skyn, að hann hefði gert allt, sem í sínu
valdi stæði, og frekari afskipti sín af málinu myndu aðeins
gera illt verra. Rohespierre hikaði þó við að senda Paine
sömu leið og aðra Girondína — vafalaust vegna þess, að hann
vissi, að forn vinátta var með Washington og Paine og ótt-
aðist að styggja Bandarikjaforseta. E. t. v. hefur hann einnig
vitað um óvild þá, er var með Morris og Paine, og ekki vilj-
að flana að neinu. En mánuðirnir liðu án þess, að Washing-
ton hreyfði hönd né fót vopnabróður sínum til hjálpar. í
fangelsinu tók heilsu Paine’s smám saman að hraka. Vinir
hans og samherjar — þeirra á meðal Danton — liðu hjá
eins og mynd á þili á leið sinni undir fallöxina. Og enn hik-
aði Robespierre.
Þegar kom fram á sumar 1794, sannfærðist Robespierre
loks um það, að óhætt myndi að láta til skarar skríða gegn
Paine. En ógnarstjórninni hlaut nú senn að linna, og 29. júlí
var Robespierre hálshöggvinn. Á skrifborði hans fannst minn-
isblað, þar sem standa þessi orð, er jafngilda dauðadómi:
„Krefjast þess, að gefin sé út ákæra á hendur Thomasi Paine
í þágu Ameriku ekki síður en Frakklands."
Þeir, er tóku við af Robespierre, fóru sér að engu óðslega,
en dæmdu þó Paine til dauða nokkrum vikum síðar. Fyrir
hreina tilviljun slapp hann þó við fallöxina. Hann segir sjálf-
ur svo frá, að þegar stórir hópar hafi verið teknir úr fang-
elsinu undir fallöxina, hafi það jafnan gerzt að næturþeli.
Verðimir höfðu fyrir sið að merkja dymar á klefum þeim,
er þeir skyldu vitja, og nú var röðin komin að Paine. En
þannig vildi til, að þegar þeir merktu dymar, gættu þeir þess