Skírnir - 01.01.1962, Page 129
Skírnir Dæmi um víxlkveðandi eða andsvarasöng 125
stefja, andstefna og andsvara, sem Fritzner hefur skráð, en
ekki Cleasby-Vigfússon. Dæmi: Engi prestr skal dirfast messu
at syngja útan hann hafi klerk þann er honum andstefni
(eða andsvari). Fritzner bætir þeirri upplýsingu við (undir
andstefja), að til sé nafnið andstef, er orðið hafi anstö í ný-
norsku og þýði þar viðlag.
Ekkert af þessum orðum er notað um víxlkveðandina. En
„orðið“, sem þar er notað, getur þýtt eitt af tvennu, aðeins
„orð“ eða „vísuorð“, en sú merking leiðir mann nauðugan
viljugan til finnsku víxlkveðandinnar, þar sem hvert vísuorð
er endurtekið af aðstoðarmanni forsöngvarans.
En það merkilega við „orð“ eða „vísuorð“ Islendinga var
það, að síðan á dögum Snorra og sennilega frá ómunatíð
hafa þeir litið svo á, að það væri bragfræðileg eining í forn-
yrðislagi og raunar öllum skáldskap sínum og að tvö slík
vísuorð, tengd stuðlum og höfuðstöfum, geri einn vísufjórð-
ung, tvö í viðbót geri vísuhelming, en fjögur í viðbót geri
annan vísuhelming og þar með heila vísu. Þetta er líka í
samræmi við vísuorðaskiptingu í íslenzkum útgáfum. Hins
vegar hafa vesturgermanskir fræðimenn litið svo á, að einn
visufjórðungur væri eining germanskrar versagerðar og að
íslenzka vísuorðið væri aðeins hálf langlína germönsk. En
eins og mönnum er ekki boðið að endurtaka vísuhelming,
sem mundi gera þetta að kirkjulegri antefnu, þannig er mönn-
um ekki boðið að endurtaka germönsku langlínuna eða vísu-
fjórðung fomyrðislags, og þá kemur það í ljós, að tvö vísuorð
fornyrðislags svara nákvæmlega til eins vísuorðs í Kalevala,
sem, eins og í íslenzk-norrænu, er oft tengt næsta vísuorði
með stuðlasetningu, þótt hún sé ekki eins regluleg. Þessi fyrir-
mæli um endurtekningu vísuorðs í svo ákveðinni merkingu
í fornyrSislagi og Kalevala-hælú er, frá mínu sjónarmiði,
sterkasta sönnun þess, að hættirnar hafi upphaflega verið
eins, það er að Kalevala-hátturinn hafi verið eins nákvæm-
lega hermdur eftir norrænu Eddukvœða-hálXmmm og auðið
var — og að víxlkveðandin hafi upphaflega verið norræn —
kannski alla leið frá bronsöld.
Ef vér förum eftir fyrirmælum fyrstu draumvísunnar í