Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 143
Skírnir
Háskólabærinn Lundur í Svíþjóð
137
sem til er Norðurlöndum. Italskur húsameistari, Donatus að
nafni, hafði forsögn um smíði kjallarahvelfingarinnar. Svipur
kirkjunnar í heild þykir minna á Rínardómkirkjuna í Speyer
og Mainz, en skreytingar á list, sem tíðkaðist um þessar
mundir á Langharðalandi. Að afstöðnum bruna á 13. öld
voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni, og i byrjun 16.
aldar fór fram endursmíð kirkjunnar, þó án stílbreytinga,
undir stjórn hins vestfalska húsameistara Adams van Diiren.
Árið 1832 fór enn fram meiri háttar viðgerð á kirkjunni
undir leiðsögn Carls Georgs Brunius, og því verki var hald-
ið áfram árið 1860 af Helgo Zetterwall. Þá voru t. d. turn-
arnir reistir frá grunni að nýju. Árið 1886 var enn gert við
kirkjuna, og þá hlaut hún það gervi, sem hún hefir enn. Ekki
er þó svo að skilja, að kirkjunni hafi ekki verið sinnt síðan.
Árið 1959 var hafin allsherjar viðgerð á kirkjunni, og hefir
hún kostað of fjár, sem þó var ekki eftir talið, því að allir
Svíar og þó ekki sízt Skánungar eru stoltir af hinni veglegu
miðaldakirkju. Þessari viðgerð er nú að mestu lokið.
Hér skal engin tilraun gerð til þess að lýsa kirkjunni né
þeim listaverkum, sem hún hefir að geyma. Eina leiðin til
þess að njóta þessa er að sjá. Margir íslendingar fara um
Kaupmannahöfn, en fáir einir gera sér grein fyrir því, að
þaðan er ekki steinsnar til Lundar. Það tekur eina og hálfa
stund að fara með ferjunni til Málmeyjar, og það tekur 17
—20 mínútur að fara þaðan til Lundar. Og þótt ekki væri
það nema vegna dómkirkjunnar, svarar það kostnaði að leggja
upp í þessa ferð.
Niðri í kjallarahvelfingu kirkjunnar er m. a. rismynd (re-
lief) á granítsúlu, sem á síðari öldum að minnsta kosti hefir
verið sett í samband við þjóðsöguna um Finn jötun. Samkv.
þjóðsögunni gerði heilagur Lárentíus, sem er vemdardýr-
lingur kirkjunnar, samning við jötuninn um smíði kirkjunn-
ar. Samningurinn var fólginn í því, að Finnur skyldi reisa
kirkjuna, en þiggja að launum sól og mána og augu dýrlings-
ins. En þegar sýnt var, að dýrlingurinn ætlaði ekki að standa
við orð sín, þreif jötuninn í súlurnar og ætlaði að láta kirkj-
una hrynja. Samkvæmt þessari skýringu á myndinni á hún