Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 40
36
Gunnar Sveinsson
Skírnir
stórar sektir og álögur nema í stærstu lífs nauðsyn, og fyrir
sömu orsök hefur það nú um stundir liðið og jafnvel leyft
verið fátæku fólki að brúka sér til uppeldis, þó án alls óhófs,
sem í öllum hlutum er óleyfilegt og þó sérdeilis í þvilíku sem
þetta er, sem bæði kann að skemma heilsu þeirra, sem það
óhóflega brúka, sem og annara manna, er með þeim um-
gangast verða og ei þola þann leiðinlega ódaun og hrævar-
lykt, sem þvílíkir óhófshelgir með sér færa -—, hvor gjarnan
plagar sterkastur og óþolanlegastur að vera í þeim húsum,
hvar margt fólk saman kemur, sosem í kirkjunum, hvar því-
líkt ætti þó guðræknu og skikkanlegu fólki til angurs, skaða
eða hneykslunar allra sízt að vera; og þar enn nú viðhaldast
hér í landi eftirleifar af harðendum og mathjargar skorti,
þarmeð er hrossakjöts át í vorum nú brúkanlegu landslögum
ei útþrykkilega fyrirboðið, er og þarfyrir utan soddan ein
sök, sem framar sorterar undir oeconomie og politie réttinn
en geistlega jurisdiction, so held eg forsvaranlegast fyrir prest-
inn að conferera þarum við sýslumanninn og hreppstjóra,
sem yfir þess háttar sökum eiga sérdeilis umsjón að hafa.
En hvað óhófinu og illum matartilbúningi viðvíkur, sem
presturinn yfirklagar, að fólk brúki í þessari óvanalegu fæðu,
þá vísast honum þarí að gjöra eftir því, sem NL. 2-9-8 hon-
um befala, í þeim hlutum, sem við siðvanalegan réttargang
ekki er so hægt að afskaffa eður leiðrétta, sosem með eins
góðs prests og nákvæms sálusorgara áminningum og ráðlegg-
ingum, en vilji það ei hjálpa, og þessar hrossætur framhaldi
í trátsi með sitt óhóf i sögðum hlut, so þaraf orsakist bæði
hneyksli í söfnuðinum, og sá áður áminnzti óþolanlegi daun
í kirkjunum, þá held eg bezt, að presturinn með meðhjálp-
aranna samt heztu og skikkanlegustu sóknarmanna ráði, banni
og fyrirbjóði soddan mönnum ei einasta sæti í kór, heldur
og innarlega eða bland annars fólks hingað og þangað í
kirkjunum, en tilsegi þeim öllum bæði konum og karlmönn-
um visst pláts útaf fyrir sig fremst í kirkju, hvar slíkur ódaun
kann minnst aðra að skaða eða til hneykslunar að vera, hvorju
ef þeir hlýða, þá hljóta menn þetta að umbera, þartil tíðanna
tilstand umbreytist og fullnaðarbót verður á þessu meini ráð-