Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 241
Skírnir Ritfregnir 233
Loks kemur Ármann. Forn kynni skulu endurnýjuð. En nú er allt
breytt, einnig Ármann. Hann tekur Stefáni með fjarrænu tómlæti og
daufheyrist við draumórum hans. Ebbi og Gréta koma til að sækja hinn
brotthlaupna eiginmann, og með þeim hverfur Stefán á brott í leikslok,
nauðugur, viljugur.
Stefán hefur fyrsta og siðasta orðið í verkinu. Það fer ekki á milli mála,
að hann er aðalpersónan. Þar að auki veldur hann mikils til spennu þeirri,
sem leiðir til átaka meðal persónanna. Er því ekki úr vegi að staldra
nokkru nánar við hann.
Hann kemur til borgarinnar austan af landi, fær vinnu í banka, kvæn-
ist, eignast litið heimili. Slikt hlutskipti þykir honum þó ekki fullboðlegt.
Veruleikinn hverfist fyrir sjónum hans, hann gælir við blekkingarnar.
„Mér finnst það ekki samboðið mér,“ segir hann, „að fórna ævinni við
svona dautt og andlaust rútinustarf — ég lít svo stórt á mig.“ Hann ver
flestum frístundum með æskuvini sínum, Ármanni, eys í hann pening-
um og nýtur þess að láta hann blekkja sig. Ungæðislegir draumórar æsku-
áranna tengja þá saman. Þeir lærðu forðum á „rauða orgelið“ hjá fóstru
Ármanns. Báðir skyldu þeir verða listamenn, frægir og rikir. Þegar hér
er komið, hafa þeir draumar ekki rætzt betur en svo, að Stefán er orð-
inn litilþægur smáborgari, Ármann farinn í hundana. En blekkingin
heldur samt áfram að villa þeim sýn.
Gréta, kona Stefáns, finnur glöggt, að Ármann stendur á milli þeirra
hjónanna. Hún sér eftir peningunum, sem maður hennar sóar í Ármann,
sér eftir trúnaði þeim, sem hann veitir honum og reynir að stía þeim í
sundur, þvi að i augum hennar — eins og allra annarra —■ er Ármann
aðeins uppskafningur og ræfill.
En sambandið við Ármann er Stefáni meira en venjulegur félags-
skapur. Það er honum trúaratriði. „Ef ég afneitaði honum, myndi ég um
leið afneita sjálfum mér, þvi sem mér finnst sannast í mér,“ segir hann.
Meira að segja lætur hann drýgindalega yfir þvi, að peninga þá, sem
hann ver til Ármanns, muni hann fá riflega endurgoldna, þegar Ármann
verði orðinn frægur, auðvitað.
En Stefán er einn um trú sína. Enginn annar trúir á hæfileika Ár-
manns, og það út af fyrir sig veldur honum vonbrigðum. Hann reynir
þó í lengstu lög að hallast að hvoru tveggja, blekkingunni og veruleik-
anum, þar til blekkingin nær yfirtökunum og hann hverfur að heiman
út í óvissuna. Þá keinur ósjálfstæði hans hvað berlegast í ljós. Þegar
Finna, afgreiðslustúlka i kaffistofunni, spyr hann, hvað hann ætli sér nú
að gera, svarar hann eins og sifrandi krakki: „Ég veit það þegar ég hef
hitt Ármann — ef hann vill þá kannast við mig.“ Hann grunar, að tæki-
færin séu gengin honum úr greipum, hafi þau þá verið einhver. Og úr
því að hann á ekki völ hins bezta, á hann að geta valið það versta.
Hann ætlar að fara í hundana Ármanni til samlætis, það ætti hann þó að