Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 222
214
Ritfregnir
Skírnir
d (eða t), sem er vel lýst, lika það, að amerískt t hverfur oft í samband-
inu nt í Atlantic, plenty og twenty. Framburðurinn twenne eða -ni er
á sínum stað í orðabókinni, en ekki inter- (inner-) í forskeytinu inter-
state commerce, sem í mínum eyrum er inner-state-. Af því að ég er út-
lendingur, hefur þessi framburður alltaf (síðan 1927) verið mjög áber-
andi í mínum eyrum, en ég fann hans ekki getið í hljóðfræðibókum
Kenyon’s og Kurtt’s.
Þó að bókin sé prentuð með svo smáu letri, að óskýrt er fyrir mínum
gömlu augum, þá er letrið samt sérstaklega skýrt og læsilegt og enn læsi-
legra vegna nokkurra prent-bragða, er lesandinn mun sjá í svip.
Ekki má gleyma að geta um hið alfræðilega eðli ritstjórnarinnar.
Ritstjóm orðabókarinnar er í eðli sínu eins og kennaralið lítils há-
skóla með sérfræðingum á öllum sviðum þekkingarinnar. Af ritstjórum,
er búa á staðnum, er einn stærðfræðingur, einn eðlisfræðingur, einn efna-
fræðingur, einn grasafræðingur, einn líffræðingur, enn fremur heim-
spekingur, hagfræðingur, samanburðartrúfræðingur, sérfræðingur í grísku
og latínu, sagnaritari, bókavörður, málfræðingar í ýmsum málum, þar
með ensku, samanburðarmálfræðingar og hljóðfræðingar í ensku máli.
Þessum sérfræðingum má eflaust þakka yfirlitstöflur um jarðsöguald-
ur eða um indógennönsku málin og margt fleira af því tæi.
Ég ætti að vera heldur hreykinn af þvi að geta bætt um uppruna-
skýringu á einu ensku orði, sem samanburðarmálfræðingur hennar hefði
átt að sjá, ef hann hefði lesið ritdóm minn um bók Alexanders Jóhannes-
sonar, Islándisches Etymologisches Wörterbuch (1951—1956). Þar ber ég
enska orðið shrew (fomenska screawa) saman við enska orðið scragly,
sem ég hygg af íslenzkum uppmna (norrænum). En íslenzkur „gamall
skröggur“ — er kannske ekki ólíkur að lundarfari konum, er Shakespeare
talar um í The Taming of the Shrew. En ég efast um, að þetta komist
nokkurn tíma í enskar orðabækur, úr því það komst ekki nú í Webster.
1 orðabók þá, er Kemp Malone sá um uppmnaskýringar við, komst
það heldur ekki. Stefán Einarsson.
GuSni Jónsson: Stokkseyringa saga I. og II. Reykjavik 1960 og 1961.
Stokkseyringafélagið í Reykjavík gaf út.
Guðni Jónsson prófessor hefur ekki gert það endasleppt við Stokkseyr-
inga. Um þá hefur hann samið eins konar trilógíu, þriggja binda verk,
1085 blaðsíður samtals, en hver síða er með um það bil % meira letur-
magni en systur hennar í þessu tímariti
Stokkseyringa saga Guðna hefst á ættfræðiriti, Rólstaðir og búendur í
Stokkseyrarhreppi, 462 síður, þar af er mannanafnaskráin 66 síður, og
mun ritið greina frá um 2500 manns eða viðlíka mörgu fólki og Sturlunga.
Síðari bindin tvö, 623 síður, þar af 30 mannanafnaskrá, greina frá tæp-
lega þúsund mönnum og geyma myndir af rnn 360 manns eða rúmlega
þriðju hverri söguhetju. Þá hefur Guðni ritað Sögu Hraunsholtshverfis