Skírnir - 01.01.1962, Blaðsíða 56
52
Steingrímur Jónsson
Skirnir
hvergi í bága við hvorugkynsorðið virki. Rafvirkinn vinnur
að setningu rafvirkis. Löggiltur rafvirki, sem fengið hefir
háspennuréttindi, getur tekið að sér að koma upp rafvirki.
Fossanefndin notaði mjög orðið orka sem miðskeyti í sam-
settum orðum, þar sem áður var oft venja að nota magn, t. d.
raforkuvirki í stað rafmagnsvirki. Hún tók og upp orðið hest-
orka, og segir í einni grein frumvarps hennar til vatnalaga:
„Ef taka þarf til notkunar fallvatn eða hluta fallvatns, sem
hefir meira en 200 eðlishestorkur, þarf leyfi landstjórnar.“
Þegar eg sá þannig til orða tekið, fór eg á fund eins nefnd-
armanna, Jóns Þorlákssonar, síðar ráðherra, og fann að þessu
við hann, taldi illa farið með gott orð að gera það að merk-
ingarlausu miðskeyti í samsetningum, en þó tæki út yfir að
breyta orðinu hestafl í hestorku. Við þyrftum á báðum orð-
unum að halda, afli og orku, í ákveðnum merkingum hvoru
um sig, sem eigi mætti rugla saman, þegar talað væri á
tæknimáli eða orðin notuð í eðlisfræðilegri merkingu. 1 dag-
legu tali væri merking þessara orða á reiki, en nauðsyn bæri
til að festa merkingu þeirra. Orðið hestafl væri rétt og því
bæri að halda í sömu merkingu og á enskunni horse power.
Afl táknaði þama orku á sekúndu og mætti líkja því við
hraða, þ. e. farna vegarlengd á sekúndu. Danir nota effekt
um power og skilgreina það sem arbejdshastighed, þ. e.
vinnuhaða eða orkuhraða. Orka er hins vegar hugtak óbund-
ið af tíma, sama og energi á dönsku. Er þetta sama orðið í
flestum Norðurálfumálunum og samstofna við orðið orka.
Eg fann á samtalinu við Jón, að hann skildi þetta sjónar-
mið fullkomlega, en hann vildi þó eigi gera mikið úr nauð-
syn þessara aðgreininga í samtalinu við mig. Hins vegar
ræddi hann málið við meðnefndarmenn sína, þá Guðmund
Bjömson og Bjarna frá Vogi. Varð eg var við það, því þeir
komu báðir að máli við mig um þetta, hvor i sínu lagi. Reyndi
eg að skýra málið sem bezt, eins og eg hafði gert í samtalinu
við Jón, en eigi vissi eg, hvort mér hafði tekizt það. Virtist
mér þeir gera helzti lítið úr nauðsyn aðgreiningarinnar, en
síðar kom þó í ljós, að hestorkan hvarf og hestafl var notað
í staðinn. Fannst mér að því mikill fengur.